Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigríður bjargaði önd á tjörninni: „Hann kvakar og veit að ég ætla að hjálpa honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég skrapp á Tjörnina í gær að gefa öndunum og maður klökknar bara þegar maður sér litlu greyin rífast um matarbita. Tjörnin er líka svo ofboðslega stór og það er svo mikið af öndum, þannig að þeir veikustu verða undir,’’ sagði Sigríður Svala Másdóttir í samtali við Fréttablaðið. Ljóst er að Sigríður er mikill dýravinur en kom hún andarstegg til bjargar á Reykjavíkurtjörn í gær. Þá bendir hún á að Reykjavíkurborg verði að stækka heita pollinn örlítið og klakahreinsa bakkana.

 „Öndin sem ég bjargaði, ég tók hana bara upp og setti hana inn á mig til þess að hlýja henni. Ég prófaði að setja andarstegginn í pollinn aftur, hann reyndi að synda og allir tróðu sér yfir hann og ég hugsaði bara að þetta væri hryllileg sjón.“ Sigríður tók sig til og gekk út á ísinn til þess að bjarga öndinni. „Þarna er hann að renna en svo sér hann mig og kvakar og veit að ég ætla að hjálpa honum, því hann hafði verið þarna inni á mér.“ Hún greip öndina og fékk því næst aðstoð frá manninum sínum af ísnum en þaðan lá leið þeirra í Húsdýragarðinn þar sem steggurinn dvelur nú. Að sögn Sigríðar líður honum mun betur og munu starfsmenn garðsins sleppa honum í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -