Laugardagur 12. október, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Sigríður Dögg sjálfskjörin formaður BÍ: „Fólk þarf að gerast áskrifendur að fjölmiðlum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið sjálfkjörin sem formaður Blaðamannafélags Íslands en framboðsfrestur rann út í gær. Hún hefur verið formaður félagsins síðan árið 2021. Blaðamannafélagið hefur verið mikið umræðunni undanfarið en fyrir stuttu kom upp trúnaðarbrestur milli Hjálmars Jónssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins, og stjórnar félagsins en málið snérist um meint skattsvik Sigríðar. Hjálmari var í framhaldinu sagt upp.

Sigríður Dögg rýfur þögnina: „Er ekki sek um það sem ég er sökuð um“

Mannlíf hafði samband við Sigríði til að spyrja hana um framtíð Blaðamannafélagsins.

 „Ég mun berjast áfram fyrir því að bæta kjör og réttindi félagsmanna og efla blaðamennsku og fjölmiðlun,“ sagði Sigríður varðandi hverju hún muni berjast fyrir á næstum tveimur árum sem formaður. „Vitundarherferð Blaðamannafélagsins hefur það að markmiði að efla vitund almennings um mikilvægi blaðamennsku sem er brýnt verkefni sem félagið mun leggja áherslu á áfram. Þá er hafin vinna í öllum stjórnum félagsins við að skýra alla umgjörð um rekstur félagsins, auka gagnsæi og setja reglur um starfsemina. Einnig hefur stjórn ákveðið að ráðast í stefnumótunarvinnu með félagsmönnum, sem verður áhugavert og spennandi verkefni sem ég vona að sem flest taki þátt í. Loks vonast ég til þess að félaginu takist að koma á fót sérstaks samfélagssjóðs til eflingar samfélagslega mikilvægrar blaðamennsku. Sjóðurinn nefnist Glætan og er tilgangur hans að styrkja sjálfstætt starfandi blaðamenn sem vinna að samfélagslega mikilvægum verkefnum og efla blaðamennsku. Ennfremur mun ég beita mér fyrir því að fjölmiðlar taki höndum saman“

Fjölmiðlastefna stjórnvalda lofar góðu

En hvað finnst Sigríði um stöðu fjölmiðla á Íslandi í dag?

„Ég vil líta svo á að framundan sé endurreisn íslenskra fjölmiðla, sem undanfarin ár hafa glímt við óeðlilega samkeppni við erlenda tæknirisa um auglýsingatekjur og horft upp á markaðshrun. Við erum ekki eina þjóðin sem þarf að horfast í augu við gjörbreyttar forsendur fyrir rekstri fréttamiðla, fækkun blaðamanna og gjaldþrot fjölmiðlafyrirtækja. Við erum hins vegar ein sú minnsta, og með tungumál sem afar fáir tala, og því eru áhrifin hér enn meiri en víða annars staðar, og afleiðingarnar eftir því. Sem betur fer virðast vestræn ríki í auknum mæli gera sér grein fyrir því að á meðan þessu  umbreytingaskeiði stendur þurfa fréttamiðlar stuðning og sem betur fer virðist sem íslensk stjórnvöld séu að átta sig á því og vonandi almenningur líka. Drög að nýrri fjölmiðlastefnu stjórnvalda lofar góðu og er skref í rétta átt, þó svo að styrkir þurfi að vera mun hærri en þar er gert ráð fyrir, svo við séum ekki eftirbátur hinna Norðurlandanna. Þessu til viðbótar þurfa fjölmiðlar meiri stuðning frá almenningi og fyrirtækjum. Fólk þarf að gerast áskrifendur að fjölmiðlum til að stuðla að því að þeir haldist í rekstri og fyrirtæki þurfa að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og kaupa auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum.“

- Auglýsing -

RÚV af auglýsingamarkaði

„Blaðamannafélagið hefur talað fyrir því að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði, líkt og einkareknu miðlarnir hafa kallað eftir, en jafnframt lagt áherslu á að tekjutapið verði bætt upp, svo tryggt verði að Ríkisútvarpið verði enn sem áður sú öfluga stofnun og mikilvægi fjölmiðill sem hann er í dag,“ sagði formaðurinn um framtíð RÚV á auglýsingamarkaði. „Til samanburðar skal nefna að framlög ríkisins á hvern íbúa til almannaþjónustumiðlanna á hinum Norðurlöndunum er álíka og hér í Danmörku og Svíþjóð en nokkuð hærri í Finnlandi og enn hærri í Noregi. Vegna fámennis hér ættu framlög á hvern íbúa að vera hæst hér á landi, til að tryggja að stofnunin geti sinnt hinu mikilvæga hlutverki sínu í samfélaginu – og því réttlætanlegt út frá þeim samanburði að bæta RÚV upp tapið sem það verður fyrir verði auglýsingasala RÚV gerð óheimil.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -