Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sigurbjörg var í móðurkviði er faðir hennar fórst með Glitfaxa: „Allt í einu sló þögn á allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir var í móðurkviði þegar hún missti föður sinn, Sigurbjörn Meyvantsson en hann var einn 17 farþega í Glitfaxa, Dakota-flugvél Flugfélags Íslands sem fórst árið 1951.

Í viðtali við Mannlíf segir Sigurbjörg að faðir sinn hafi verið þekktur sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og hann hafi verið staddur í Vestmannaeyjum þennan örlagaríka dag, 31. janúar fyrir 72 árum, í söluferð. Móðir hennar var að bíða eftir að fá föður hennar heim og notaðist við útvarpstæki þar sem hægt var að stilla inn á talstöðvasamskipti. „Hún er að fylgjast með þessu í gegnum útvarpið, hvar hann er á leiðinni. Hún heyrir þetta þannig. Svo allt í einu sló þögn á allt,“ sagði Sigurbjörg en sú þögn hefur í raun varað allar götur síðan. Ættingjar þeirra sem létust velta því enn fyrir sér hvað í raun kom fyrir Glitfaxa en flakið hefur aldrei fundist, ekki opinberlega að minnsta kosti.

„Ég vil fá að vita hvað varð um Glitfaxa!“

Eldri systir Sigurbjargar var á þrettánda ári þegar slysið varð en hún lést fyrir stuttu. „Hún var mjög frökk. Hún tók þessu slysi auðvitað nærri sér eins og gefur að skilja og hún vildi fá að vita eitthvað meira. Hún tók vinkonu sína með sér og fór á Lækjargötu þar sem Flugfélag Íslands var til húsa og stóð þar úti á gólfi og var spurð hvaða erindi hún ætti þangað. Þá hóf hún upp raust sína og sagði „Ég vil fá að vita hvað varð um Glitfaxa!“. Hún var þá spurð að því af hverju hún væri að spyrja um það. Þá sagði hún: „Pabbi minn var í flugvélinni“. Og þá sló bara þögn á allt starfsfólkið á skrifstofunni. Og fékk engin svör.“

Að sögn Sigurbjargar hafði slysið auðvitað gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Jú, ég er náttúrulega yngst og kynntist aldrei pabba en þær systur mína mundu báðar eftir honum.“

Ennfremur segir hún að þöggun hafi alla tíð einkennt málið. „Þetta var aldrei neitt rætt að ráði. En stundum þegar það var gert þá var það oft rætt heima hjá mér, svona áður en mamma mín lést.“

Sigurbjörg segist vilja vita hvar flugvélina er að finna þó hún vilji ekki að það verði hróflað við henni en árið 2011 fór hún ásamt um það bil 20 öðrum ættingjum þeirra sem létust í slysinu, út á Faxaflóa með blómsveiga til að minnast slyssins á 60 ára afmæli þess.

- Auglýsing -

„Mér þætti mjög vænt um að fá að vita þá vitneskju,“ sagði hún aðspurð hvort hún myndi vilja vita hvar flugvélaflakið er að finna. „En ekki það að það eigi eitthvað að hrófla við þessu, ekki að okkar hálfu.“

Í nýjasta netblaðs Mannlífs sem fer í loftið í dag, birtast upplýsingar sem hvergi hafa sést áður. Þar er viðtal við kafara sem hefur fundið flakið af Glitfaxa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -