Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sigurður er í líknandi meðferð í Brasílíu þar sem hann á tveggja ára son: „Hann mun deyja hér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í desember vaknaði hann upp eina nóttina og ætlaði að stíga fram úr en datt strax. Þá kom í ljós að hann var orðinn lamaður,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir í samtali við Vísi. Maðurinn sem hún talar um er bróðir hennar, Sigurður Bragason, en er hann nú í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu. Sigurður, sem er 48 ára gamall,  greindist með heilaæxli síðasta sumar en hefur hann verið búsettur í Rio de Janeiro síðastliðin fjögur ár.

„Siggi var búinn að vera á svolitlu flakki þar á undan en svo kynntist hann ástinni sinni, henni Monu og þau eignuðust lítinn strák, hann Loka sem er í dag tveggja ára,“ segir systir hans. Sigurður hafði þjáðst af miklum höfuðverkjum í talsverðan tíma og héldu læknar að um mígreni væri að ræða. „Síðan kemur það í ljós í ágúst á seinasta ári að hann er með tvö æxli í höfðinu, og í haust kom svo í ljós að það voru þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum,“ segir Elva og bætir við: ,,Honum var haldið meira og minna sofandi um jólin, og það þurfti að setja slöngu frá höfðinu niður í nýrun vegna þess að hann fékk vatnshöfuð. Ofan á allt þetta greindist hann með lungabólgu. Hann var síðan sendur heim daginn fyrir gamlársdag.“

Skjáskot úr myndbandi þar sem sjá má allt á floti á heimili fjölskyldunnar

Elva segir að bróðir hennar eigi ekki langt eftir. „Hann mun deyja hér á næstu dögum. En það er of dýrt að flytja hann heim, svo hann verður brenndur.  Mona vill fylgja honum síðasta spölinn, og hún hefur aldrei farið út fyrir Brasilíu.“ Enn eitt áfallið dundi yfir fjölskylduna aðfaranótt þriðjudags þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar í Rio. Þá sá Elva sig knúna til að segja fólki frá stöðunni og óska um leið eftir aðstoð á Facebook-síðu sinni. Þeir sem vilja hjálpa fjölskyldunni geta nálgast frekari upplýsingar á Facebook-síðu Elvu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -