- Auglýsing -
Samtökin Vakandi vekja á Facebook athygli á því hve miklum mat sé hent í dag á Íslandi. Samtökin birta meðfylgjandi myndir sem sýna ruslagám á Íslandi sem er troðfullur af krásum. Ekki verður betur séð en ekkert sé að matnum.
Samtökin skrifa: „Á meðan Matvælaþing undir Matvælaráðuneytið ræðir um allskyns lausnir sem eru auðvitað nauðsynlegar… viljum við oft gleyma undirstöðunni sem er að við förum ofboðslega illa með þann mat sem við nú þegar eigum og erum búin að framleiða! Þessar myndir eru frá ídag…. svona er þetta flesta daga.“