Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sjómenn fengu góðar fréttir eftir áramót – Eftirlaun hækka um 630 þúsund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúar bárust sjómönnum góðar fréttir en lífeyrisgreiðslur til þeirra hækkuðu umtalsvert.

Hækkun varð í janúar á lífeyrisgreiðslum hjá flestum lífeyrissjóðum landsins en mismikið þó. Til að mynda fær manneskja sem náð hefur eftirlaunaaldri nú 7,18 prósent hærri lífeyri en áður, sé hann að fá greitt út úr Lífeyrirsjóði Verzlunarmanna en 10,5 prósent hærri lífeyri sé hann sjómaður sem greiðir í Gildi. Til að gæta sanngirni þá ber að nefna að LV hækkaði lífeyrisgreiðslur sínar um 10 prósent í nóvember í fyrra, sem gerir þá 17,68 prósent hækkun á nokkrum mánuðum, það munar um minna.

Hækkunina má skýra með því að lífslíkur fólks er að hækka. Spár gera ráð fyrir að þeir sem eru yngri muni að jafnaði lifa lengur en þeir sem eldri eru og fá því ellilífeyrinn greiddan í fleiri ár. Hjá Gildi til dæmis hækka greiðslurnar til yngsta hópsins um 1,2 prósentustig en talan hækkar eftir því sem fólk er eldra en hæsta prósentuhækkunin er sem áður segir 10,5 prósentur. Á ársgrundvelli þýðir þetta að sjómaður sem fékk 500.000 kr. í lífeyrisgreiðslur fær 52,500 krónum meira um hver mánaðarmót eða 630.000 meira á ársgrundvelli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -