Í gær samþykkti Alþingi einróma frumvarp sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi.
Í frumvarpinu felst líka að hjón sem eru sammála um að slíta hjúskap geta fengið skilnað án undangengins skilnaðar að borði og sæng.
„Það er eðlilegt frelsismál enda á fólki að vera frjálst að ráða sínum hjúskaparmálum.
Þetta er stórt réttlætismál fyrir fólk sem býr við afar viðkvæmar aðstæður,“ segir á síðu Viðreisnar. En flokkurinn lagði fram frumvarpið árið 2019 og var það samþykkt í gær, eins og fyrr segir.