Laugardagur 27. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Skipulagðir glæpahópar nýta sér neyð flóttafólks á Íslandi: „Það eru mjög krítískir tímar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Glæpahópar nýta sér neyð flóttafólks á Íslandi, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns.

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn, sem stjórnar öryggis- og greininarsviði ríkislögreglustjóra, er gestur Dagmála hjá Morgunblaðinu og mbl.is í dag en þar segir hann meðal annars frá starfsemi skipulagra glæpahópa hér á landi. Að hans sögn eru um tuttugu þannig glæpahópar starfandi á Íslandi en í þeim eru hundruð einstaklinga. Eitt af því sem glæpahóparnir hafast við er að „hjálpa“ flóttafólki að komast til Íslands en um að ræða víðtæka starfsemi, sem þekkt sé um alla Evrópu.

Segir Karl Steinar að glæpahópar hafi verið snöggir til að nýta sér neyð flóttafólks, þegar þeim fjölgaði snögglega 2014. „Brotahóparnir voru mjög fljótir, í kringum 2014, þegar fólksflutningar byrja til Evrópu, að láta borga sér fyrir að koma þeim til einhverra Evrópulanda,“ sagði Karl Steinar í viðtalinu og bætti við: „Allt sem þeir geta náð í fjármuni fyrir, gera þeir. Þannig að það skiptir ekki máli hvort það sé fíkniefnaþáttur eða smygl á fólki.“

Í viðtalinu er Karl Steinar spurður út í þær sögusagnir að flóttafólkið sem kom frá Venezúela, hafi komið hingað til lands með hjálp glæpahópa. „Það eru ýmsar tengingar þar sem eru mjög sérkennilegar, ég ætla að segja það,“ svaraði Karl Steinar varlega.

Að sögn Karls Steinars er yfirleitt um að ræða flóttafólk sem er í mjög bágri fjárhagslegri stöðu. Oftar en ekki sé þeim gert að greiða glæpahópunum eftir að til landsins er komið, sem þýðir að stór hluti þess penings sem fólkið vinnur sér inn hér á landi, rennur til glæpahópanna. Oftar en ekki séu þær upphæðir sem greiddar eru til brotahópanna, margfalt hærri en talað var um í upphafi. „Þetta er að gerast um alla Evrópu,“ sagði yfirlögregluþjónninn og bætti við: „Það eru mjög krítískir tímar í mörgum löndum, sem er að hafa áhrif og þessir brotahópar nota sér þessa stöðu sér til ávinnings.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -