Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Skipuleggjandi Esjusamkomunnar um barnagirnd: „Þetta var meint sem tillaga að nýju sjónarhorni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Viðburðurinn minn var fallegur og alveg harmlaus,“ sagði Teja Doro í samtali við Mannlíf í gær. Teja er konan sem stóð fyrir samkomunni sem vakið hefur hörð viðbrögð síðustu daga en lýsing viðburðarins var það sem olli uppnámi. Þar var orðum eins og erótík, börn og ofskynjunarlyf teflt saman en DV greindi frá samkomunni.

Í kjölfarið skapaðist umræða um umdeild skrif Teju, um barnagirnd Michael Jackson á bloggsíðu sinni en þar segir: „Michael Jackson átti í samböndum við tíu og sjö ára drengi. Það köllum við forkastanlegt í okkar samfélag. En er það svo? Ef drengirnir höfðu gaman af, ef þeir voru ástfangnir af Michael Jackson og Michael var ástfanginn af þeim…“
Hún segir skrif sín ekki tengjast viðburðinum en telur hún að konan, sem byrjaði umræðuna, hafi eflaust haldið að hún væri að gera góðverk.

„Það sem hún hins vegar gerði var að búa til reiði, hatur og hræðslu í minn garð og ógna þannig orðspori mínu. Svoleiðis hegðun er ofbeldi og ég er hissa, að við sem samfélag, leyfum svona hegðun,‘‘ sagði Teja.
Hvað varðar ummæli hennar um Michael Jackson segist hún ekki hafa öll svörin.
„Þetta var meint sem tillaga að nýju sjónarhorni á viðfangsefni sem er mjög flókið. Ég er ekki sérfræðingur og hef ekki öll svörin.“ Aðspurð hvort henni finnist eðlilegt að fullorðinn einstaklingur eigi í ástarsambandi við barn svarar hún að spurningin sé stór og svarið flókið. „mmm, í samfélaginu eins og það er í dag er það óásættanlegt.“ Aðspurð hvort hún sé sammála því að það sé óásættanlegt svarar hún: „Ég held að þetta sé mjög stór spurning.“

Viðtalið við Teju Doro mun birtast í heild sinni á vef Mannlífs síðar í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -