- Auglýsing -
Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 mældist við Bárðarbungu í Vatnajökli um klukkan hálf ellefu í morgun. Upptök skjálftans eru talin vera um 7,7 kílómetra austur af Bráðabungu. Þá er talið að þrýstingsbreyting í kjölfar jökulhlaupsins úr Grímsvötnum gæti leitt til þess að eldgos hefjist í Grímsvötnum.
Jökulhlaup sem hófst á fimmtudag náði hámarki í gær en streymið er sagt hafa verið nokkuð stöðugt síðan. Líklegast þykir að gos muni hefjast þegar vötnin væru við það að tæmast.