Færsla sem hefur farið eins og eldur um sinu um netheima vakti mikla athygli í gærkvöldi en þar óskar skokkari að nafni Auður eftir því að eigandi hunds gefi sig fram efir að hann réðst á hana.
„Ég var úti að hlaupa þegar það kemur drengur (ca. 18-20 ára) með hund í bandi á móti mér. Hundurinn stekkur á mig og bítur í upphandlegginn á mér svo stór sér á!,“ skrifar hún en hundinum lýsir hún sem stórum og svörum. „Drengurinn var í svörtum jakka. Ef einhver kannast við lýsinguna þá þætti mér vænt um að heyra í viðkomandi.“ Ótal margir hafa þegar rétt fram hjálparhönd við það að deila færslunni í þeirri von um að eigandi hundsins sjái hana.

Eins og sjá má er þetta ljótt bit og þar að auki ansi djúpt en hér að neðan má sjá skjáskot af færslunni.