Miðvikudagur 24. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Skólameistari hefur áhyggjur af orðræðu í samfélaginu: „Ég er per­sónu­lega mjög ugg­andi yfir því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóna Katrín Hilm­ars­dótt­ir, skóla­meist­ari við Mennta­skól­ann að Laug­ar­vatni, hefur áhyggjur af orðræðu í samfélaginu en í gær var greint frá því að Helgi Helgason, kennari við skólann, hafi kallað tónlistarmanninn Bashar Murad „grenjandi og illa skeindann Palestínuaraba,“ ásamt fleiri rasískum ummælum. Óhætt er að segja viðbrögðin hjá almenningi hafi verið sterk og fylltist pósthólf Jónu fljótt af tölvupóstum um málið. Í dag var svo greint frá því að samið hafi verið við Helga um starfslok og mun hann ekki kenna aftur við skólann.

Helgi birti ummæli sín í Facebook-hópnum „Íslenska þjóðfylkingin“ en Jóna segist ekki sjálf hafa séð ummælin í hópnum enda sé hún ekki meðlimur þar.

„Ég held samt að nem­end­ur séu dug­legri að spotta og fylgj­ast með. Þannig þau virðast hafa verið með putt­ann á púls­in­um þarna,“ sagði Jóna Katrín í samtali við mbl.is um málið.

„Það sem mér sýn­ist á því sem ég er að skoða þarna núna aft­ur í tím­ann er að eins og í sam­fé­lag­inu öllu og á sam­fé­lags­miðlum sér­stak­lega, er að fær­ast snar­lega tölu­verð harka í orðræðu. Ég er per­sónu­lega mjög ugg­andi yfir því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -