Föstudagur 6. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Skólastjóri Gerðaskóla sendi tölvupóst um brot gegn nemanda: „Mikið meira en bara óæskileg hegðun “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt tölvupósti frá skólastjóra Gerðaskóla í Reykjanesbæ, sem sendur var á foreldra og Mannlíf hefur undir höndum, kom nýlega upp alvarlegt mál í sjötta og sjöunda bekk skólans þar sem farið var yfir mörk eins nemandans. Foreldrar, sem Mannlíf ræddi við, eru sumir hneykslaðir á viðbrögðum skólayfirvalda.

Málið varðar brot nokkurra barna í bekknum gegn einu barni en ekki kemur fram í póstinum í hvaða bekk það barn er. Segist skólastjórinn, Eva Björk Sveinsdóttir, í tölvupóstinum, sem hefur heitið Óæskileg hegðun, hafa fengið ábendingu um það að fleiri en tvö börn í sjötta og sjöunda bekk hafi sett fingur í rass á einu barni og því hafi hún farið í bekkina og rætt málið þar. Brýndi hún fyrir foreldrum að ræða þetta við börn sín.

Foreldri barns í öðrum bekknum, ræddi við Mannlíf og er afar ósátt. „Það sem mér blöskrar mest í þessu er hvað lítið var gert úr þessu, þetta er svo mikið meira en bara óæskileg hegðun,“ sagði foreldrið og bætti við að tölvupósturinn minnti helst á það þegar lús finnst í bekknum, alvarleikinn væri ekki metinn meiri.

Mannlíf heyrði í Evu Björk, skólastjóra Gerðaskóla og vildi meðal annars vita hvort barnið sem brotið var á hefði fengið viðeigandi aðstoð og af hverju pósturinn hafi hljómað sakleysislega. „Já, nei, nei, þetta var ekki svona,“ svaraði Eva Björk, afsakaði sig, og sagðist vera á leið í flug og sleit samtalinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -