Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Skúli skipaður hæstaréttardómari – Metinn hæfari en þrjú önnur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður sem dómari við Hæstarétt en hann tekur við Ingveldi Einarsdóttur sem hættir vegna aldurs í ágúst. Hún er jafnframt varaforseti réttarins.

Fjögur sóttu um embættið en auk Skúla sóttust þau Aðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómsstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur eftir embættinu. Skúli var metinn hæfastur af dómnefnd en þar á eftir kom Aðalsteinn.

Dómnefndina skipuðu Sigurður Tómas Magnússon, formaður, Andri Árnason, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

Skúli tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -