Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Kristján um slaginn við lífeyrissjóðina:„Pirringur að standa í þessu helvítis þrasi við svona fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er gestur Reynis Traustasonar í persónulegu viðtali í þættinum Sjóarinn.

Reynir spurði Kristján út í slaginn sem var innan stjórnar Granda áður en hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu, og þátt lífeyrissjóðanna í þeim slag.

„Lífeyrissjóðirnir fóru eiginlega gegn gegn þér,“ fullyrti Reynir og Kristján svaraði: „Já, þeir, sérstaklega Gildi. Í eitt skipti lögðu þeir mikla áherslu á að það yrði maður kosinn í stjórnina og svo fórum við að kanna það hver það væri. Og þá var hann í fiskútflutningi, í pjúra samkeppni við okkur. En það hafðist nú ekki, þeir höfðu ekki atkvæðamagn til að ná því fram. En þetta var óttalega tímaeyðsla og þras við þetta. Að þrasa í þessum Árna Gunnarssyni, ég held að hann sé nýhættur í Gildi. Eitt skipti sendi hann okkur bréf og dagsetning á bréfinu var þremur mánuðum eftir aðalfund og þar hélt hann því fram að aðalfundurinn hafi verið ólöglegur hjá okkur. En hann hafði þrjá mánuði til að kæra fundinn ef hann hefði viljað það. Þetta eru nú ekki meiri karakterar en þetta. Að standa svona í bréfaskiptum við þá, það var ekki mjög spennandi, sko.“

Reynir biður svo Kristján um að rifja upphafið upp.

Kristján: „Já, þetta var þannig að Reykjavíkurborg var með einhver 70 prósent í Granda, á móti Ísbirninum. Og Árni [Innsk. blm. Viðarsson] hafði svakalegan áhuga á þessu og alltaf að tala um þetta. Davíð var borgarstjóri þarna, Oddsson og var margbúinn að lýsa því yfir að hann vildi selja þetta. Og Árni stúderaði þetta vel og svo endaði þetta á því að fjögur fyrirtæki gerðu tilboð í þessi hlutabréf Reykjavíkurborgar, Hvalur, Fiskveiðihlutafélagið Venus, Sjóvá og Hampiðjan. Og þeir seldu okkur þetta.“

Eftir að félagið fór á hlutabréfamarkað fóru lífeyrissjóðirnir að fjárfesta.

- Auglýsing -

Kristján: „Og svo byrja þessir lífeyrissjóði og svo ertu á markaði og þá eru þeir að fjárfesta og svona. En þeir linna ekki látum af því að þeim finnst þeir þurfa að sýna hvað þeir kunna og hvar valdið liggur. En það hafðist nú aldrei hjá þeim en þetta er óttalega þreytandi. Mín skoðun er sú að það eigi að setja í reglurnar, það sem kallast á ensku „code of ethics“ að þeir komi ekki nálægt félögum sem þeir fjárfesta í. Ef þeir eru eitthvað óánægðir, þá selja þeir bara hlutabréfin, það er ekki flókið. En það passar þessu liði ekki neitt.“

Reynir: „Þeir voru farnir að láta til sín taka innan í Granda?“

Kristján: „Á aðalfundum já, þá voru þeir að biðja um margfeldiskosningar og svona, sem þú veist ekkert hvernig fara og þú hefur ekki hugmynd hverjir verða í stjórninni í margfeldiskosningum. En það gekk nú ekki eftir, þeir höfðu ekki árangur sem erfiði.“

- Auglýsing -

Kristján rifjar upp að þegar Grandi hafði átt sitt besta ár, þá hafi lífeyrissjóðirnir látið hvað verst. „Þetta er auðvitað pirringur að standa í þessu helvítis þrasi við svona fólk. Þú gerir ekkert annað á meðan. En þetta er game sem þeir elska. Að vera í svona manipilisjónum enda gera þeir ekkert annað.“

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -