Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Smálánafyrirtæki tæmdi reikning einstæðar móður – Framkvæmdastjóri segir aðferðina löglega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta dag febrúarmánaðar hafði smálánafyrirtækið Núnú lán ehf. tæmt bankareikning einstæðar þriggja barna móður með alls tíu færslum. Móðirin varð fyrir miklu áfalli og setti inn færslu á Facebook-hópinn Hjálpum fólki. Þar segir hún hafa asnast til þess að taka lán hjá umræddu fyrirtæki fyrir einu og hálfu ári. Hún hafi ekki fengið neina viðvörun áður en öll launin hennar voru tekin út af reikning hennar en færslurnar tíu voru allar á milli 28 og 29 þúsund krónur.

Örvæntingafull móðirin bað því um aðstoð til þess að hún geti borgað leigu og keypt mat fyrir börnin sín.  Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að samtökin telja skuldfærslur af þessu tagi andstæðar lögum, þær séu allt of víðtækar. Þá sagði Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri Núnú lána ehf., í samtali við Fréttablaðið að færslurnar séu löglegar. „Núnú notar skuldfærslu sem tryggingu til greiðslu og er sú leið notuð ef lán lenda í vanskilum og greiðendur greiða hana ekki fyrir eindaga. Markmiðið er að ná vanskilum niður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -