Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sölumaður dauðans reyndi að stinga lögregluna af – Maður með öxi ógnaði fólki í Grafarholtinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt eins og oftast um helgar.

Þjófur gekk að kæli og tók drykki úr honum á hóteli í hverfi 105. Verknaðurinn náðist á öryggismyndavélar og er lögreglan komin með upptökur í sína vörslu og ritar skýrslu um málið. Svartfullur einstaklingur var haldið niðri af dyravörðum skemmtistaðar í miðbænum en hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Lögreglan kærði hann fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Þá barst lögreglu tilkynning um slagsmál og fór á vettvang og fékk framburði. Slagsmálahundarnir vildu ekki leggja fram kæru en voru upplýstir um kæruferli lögreglu.

Í Kópavogi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni í beygju með þeim afleiðingum að girðing skemmdist. Bifreiðin var óökufær og dregin af vettvangi. Ökumaður og farþegi voru báðir í öryggisbelti og engin meiðsl skráð af lögreglu. Tilkynnt var um mögulega fíkniefnasölu í Kópavoginum ásamt lýsingu á hinum grunaða. Er lögreglan mætti á vettvang tók hinn meinti sölumaður dauðans á rás og reyndi að stinga lögregluna af. Lögreglumennirnir voru sennilega í betra formi en hann en þeir hlupu hann uppi og handtóku vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Hinn grunaði gistir í fangaklefa á meðan málið er í rannsókn.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu af lögreglustöð 4 sem þjónustar Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, vegna þjófnaðar í búningsklefa sundlaugar þar sem tölvu og farsíma var meðal annars stolið. Í tilkynningu kom fram að upplýsingar um meintan geranda séu á vettvangi. Lögreglan tók framburð af tjónþola og starfsmönnum og ritaði skýrslu í kjölfarið.

Tilkynning barst um þrjá áflogaseggi í Mosfellsbæ og sendir lögreglan tvo lögreglubíla á vettvang og var málið skoðað. Ekki voru frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglunnar.

Óljós tilkynning barst um slagsmál í Grafarholtinu en samkvæmt tilkynningunni gekk aðili um vettvang og veittist að fólki með öxi, hvorki meira né minna. Vitni á vettvangi könnuðust ekki við neina öxi en tóku eftir aðila sem féll utan í bifreið sem ók í burtu af vettvangi er lögreglan bar að garði. Öxinni var ekki beitt gegn neinum á vettvangi. Lögreglan stöðvaði akstur umræddrar bifreiðar stuttu síðar og í henni fannst öxi. Tveir aðilar voru hanteknir og voru þeir vistaðir í fangaklefa á meðan lögreglan rannsakar málið.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -