„Það er ánægjulegt hversu stór hluti nýráðinna starfsmanna kemur úr hópi eldri starfsmanna sem sóttu um og hafa reynslu af störfum fyrir félagið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í samtali við Fréttablaðið.
Kemur fram í tilkynningu frá Eflingu að nýráðnir starfsmenn komi til með að ganga í fjöbreytt störf innan vinnustaðarins. Þá hafi stórt skref verið stigið með ráðningu starfsmannanna en nýtt skipulag er á skrifstofunni. Efling auglýsti eftir tuttugu starfsmönnum eftir hópuppsögn í apríl síðastliðnum.
Sagði Sólveig ráðningarferlið hafa gengið mjög vel og tekið töluvert styttri tíma en við var búist. Ekki liggur fyrir hversu margir nýráðinna starfsmanna hafi starfað fyrir á skrifstofunni. „Vinna við eftirfylgni breytinga og annað uppbyggingarstarf á skrifstofunni heldur nú áfram af fullum krafti,“ sagði Sólveig Anna.