Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sólveig tekur fyrirtækjaeigendur til bæna – Krefst þess að öll mánaðarlaun hækki um 167.000 krónur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, greinir frá því á Facebook að í morgun hafi hún sent kröfugerð til Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd félagsins. Þar ber helst að nefna kröfu um að öll mánaðarlaun hækki um samtals 167.000 krónur yfir þriggja ára samningstíma. Hún segir þann tíma liðinn að fyrirtækjaeigendur geti komist upp með að borga fólki annað en mannsæmandi laun.

Færsla hennar í heild sinni má lesa hér fyrir neðan en hér má lesa kröfubréfið.

Í morgun sendi ég fyrir hönd samninganefndar Eflingar kröfugerð félagsins til Samtaka atvinnulífsins. Kröfugerðina má skoða í fyrstu athugasemd við þessa færslu.

Algjör einhugur var hjá samninganefnd Eflingar um kröfugerðina og var hún samþykkt einróma á fundi okkar í gær, eftir mikla vinnu.

Í körfugerðinni förum við fram á hækkun allra mánaðarlauna um samtals 167.000 krónur yfir þriggja ára samningstíma. Við setjum fram kröfu um sérstakra framfærsluuppbót. Við krefjumst krónutöluhækkunnar að fyrirmynd Lífskjarasamningsins.

Afkoma fyrirtækja og hagvöxtur eru í hæstu hæðum. Með hækkunum kröfugerðar samninganefndar Eflingar er hlutdeild félagsfólks í hagvextinum tryggð. Ef að við fórnum kaupmætti okkar þá rennur hagvöxturinn til eigenda fyrirtækjanna, en ekki þeirra sem með vinnu sinni skapa hann. Vinnandi fólk og fulltrúar þeirra geta aldrei samþykkt slíka nálgun í kjarasamningum. Fyrirtækjaeigendur njóta arðs af sínum eigun en launatekjur eru í hættu. Eflingar-félagar munu ekki að umbera aðför auðmagnseigenda að lífsskilyrðum sínum og fjölskyldna sinna í vetur.

- Auglýsing -

Hluti þeirra hækkana sem við förum fram á snýr að því að leiðrétta það fráleita ástand að laun verka og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Staðreyndin er sú að viðvarandi hallarekstur er á heimilum lágtekjufólks. Fullvinnandi fólk sem að jafnvel bætir við sig aukavinnu kemur samt út í mínus á hverjum mánuði. Það er til háborinnar skammar í einu ríkasta þjóðfélagi í heimi.

Við í samninganefnd Eflingar höfum lagt mikla vinnu í undirbúning kröfugerðarinnar. Þess ber einnig að geta að yfir 4500 Eflingarfélagar eiga þátt í mótun hennar með þátttöku sinni í kjara- og viðhorfskönnun félagsins sem framkvæmd var á 10 tungumálum.

Verkefni okkar í samninganefnd Eflingar er skýrt. Við ætlum að standa vörð um hagsmuni Eflingar-félaga og halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk. Þau sem skapa verðmætin og halda uppi grunnkerfunum eiga heimtingu á hlutdeild í hagvexti og auð samfélagsins.

- Auglýsing -

Greiðsla mannsæmandi launa er ekki hættuleg samfélagi okkar. Þvert á móti er það einfaldlega skylda eigenda fyrirtækjanna að greiða vinnuaflinu mannsæmandi laun fyrir unna vinnu.

Félagsfólk Eflingar vill búa í samfélagi jöfnuðar og réttlætis. Það vill berjast gegn misskiptingu og stéttskiptingu. Það krefst sanngirni og virðingar. Það er tilbúið til að standa saman til að knýja á um betri kjör. Og af þessum ástæðum veit ég að Eflingar-fólk mun ná raunverulegum árangri í vetur.

Sjáumst í baráttunni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -