Sprengingin sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima í gær kom frá bíl sem var kyrrstæður við metandælu á stöðinni. Samkvæmt heimildum Mannlífs mun bílinn hafa tekist á loft við sprenginguna og ökumaðurinn sem stóð við dæluna kastast í burtu.
Á Facebook-síðu Langholtshverfis segja íbúar sprenginguna hafa hljómað eins og jarðskjálfta og urðu margir hverjir skelkaðir við hvellinn. Þá kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær að tveir metan kútar voru undir bílnum. Annar kútanna sprakk og þurfti slökkvilið að bregðast hratt og örugglega við til þess að gata hinn kútinn og farga honum. Mikil mildi þykir að ökumaður bílsins hafi ekki slasast lífhættulega en tveir voru fluttir á bráðamóttöku í kjölfar slyssins.