Þriðjudagur 15. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Sprengju-Kata óttaðist um líf sitt í Hengill Ultra hlaupakeppninni:„Ég var orðin dofin og máttlaus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Gunnars og Arnórs í Alkastinu sem er í boði Þvottahússins er engin annar en meistarinn Katrín Lilja Sigurðardóttir. Katrín sem er betur þekkt undir nafninu Sprengju Kata starfar dags daglega sem aðjúnkt í efnafræði við Háskóla Íslands. Auk þess er hún mjög virk í alls konar íþróttum eins og hlaupi, hjólreiðum og sundi.

Sprengju-Kata

Katrín eignaðist sitt fyrsta barn aðeins sextán ára gömul sem þýddi að hún var í raun þremur árum á eftir í sinni mennta- og háskólagöngu. Engu að síður hélt hún ótrauð áfram þrátt fyrir að á námsárunum í HÍ hafi hún eignast tvö börn til viðbótar. Snemma á sínum háskólaárum sneri hún sér að kennslu; fyrst sem stundakennari og nú, tíu árum síðar er hún enn að. Nú sem kennari í almennri-, lífrænni- og ólífrænni efnafræði.

Hún segir að tímarnir hafa breyst mikið og nefnir í því samhengi þrjá þætti sem hún vill meina að hafi haft mikil neikvæð áhrif á þá nemendur sem hún kennir. Samfélagsmiðlar, með allri þeirri athyglisskerðingu sem þeim fylgir, stytting menntaskóla úr fjórum árum niður í þrjú og áhrif Covid, og á þvá við þá kynslóð nemenda sem þurftu að stunda fjarnám meðan að Covid-takmarkanir voru í gangi.

Katrín er mikill hjólagarpur

Hún fór í viðtalinu yfir tímann þegar hún var í forsvari fyrir sprengjugengið í HÍ. Það var hópur nemenda sem hélt alls konar sýningar út um allt land með sprengifimar efnablöndur og þaðan spratt nafnið sem hún er þekkt fyrir í dag, Sprengju Kata.

Gunnar fór aðeins inn á andlegri og yfirnáttúrulegri brautir þegar hann leitaðist eftir að vita hvort hún hefði eitthvað að segja um frumefnið mc1.15 sem bandarískum og rússneskum vísindamönnum tókst í sameiningu að skapa á rannsóknarstofu árið 2003. Mikill leyndardómur hafði hvíld yfir þessu efni, því uppljóstrarinn Bob Lazar, sem kom fram í viðtali árið 1989 við rannsóknarfréttamanninn George Knapp undir dulnefninu „Dennis“, hélt því fram að hann hafði unnið sem vélaverkfræðingur á svæði S4 (section 4) á svæði 51 (Area 51) sem þekkt er fyrir mikla leynd tengda UFO eða UAP eins og fyrirbærið er þekkt sem í dag. Að sögn Bob starfaði hann þar í um hálft ár við tilraunir og skoðanir á búnaði sem virtist vera aflgjafi flygilda sem hann vill meina að hafi fundist við fornleifauppgröft. Allt í allt segir hann að á þessum tíma hafi flaugarnar verið níu samtals. Bob vildi meina að ójarðneskt efni sem hann kallaði Element 1.15 væri efnið sem gerði það að verkum að flygildin gætu ferðast eins og þau virtust gera. Hann vildi meina að þetta efni sem í dag er þekkt sem Moscovium fæli í sér eiginleika sem brjóta í bága við allar þær hugmyndir um hvað nútíma vísindi telji að sé mögulegt.

Hlaupagikkur

- Auglýsing -

Kata sagði þetta vera í hennar huga algjört bull því ef grunnefni sem hægt sé að skapa í rannsóknarstofu og geti ekki haldist stöðugt nema í nokkrar sekúndur beri enga þekkta eiginleika. Henni fannst sagan samt sem áður áhugaverð og vildi ólm fá að vita meira um þetta mál og því ætlaði Gunnar að senda henni link á heimildarmyndina Bob Lazar: Area 51 and flying saucers þar sem Bob fer yfir þessa sögu sína sem haldist hefur óbreytt í 35 ár.

Íþróttaferill Kötu spannar mörg ár og jafnmörg kíló. Hún sagðist hafa upplifað miklar þyngdarbreytingar í tengslum við barneignir þar sem metið hennar hafi veirð 109 kg. Hún hefur alltaf notið þess að hreyfa sig þannig að jafnvel þótt sá grunur hafi læðst að henni að hún myndi aldrei komast í gott form aftur, runnu kílóin af henni. Í léttu gríni segist Kata vera einn helsti stuðningsmaður hlaupakeppna á Íslandi; hún skráir sig í næstum allt og sér svo bara til hvort hún mæti. Hún nefnir dæmi um hlaupaferil sinn þegar hún keppti í Hengill Ultra 2021, þegar vont veður og mjög erfiðar aðstæður urðu þess næstum valdandi að hún varð úti. „Þá hljóp ég 50 kílómetra en þegar ég kom í mark fannst mér sigurinn ekki vera 50 kílómetrarnir, heldur að vera bara á lífi,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Því það var svo kalt. Ég var blaut alveg í gegn og það var svo blautt og kalt og svo mikið rok. Ég var orðin dofin og máttlaus, ekki bara í fingrunum heldur upp fyrir axlir. Ég gat ekki opnað gel, ég gat ekki sett á mig húfu. Ég hefði ekki geta klætt mig í jakka. Ég gat í raun ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Og það sem var í raun versta upplifun mín í þessu hlaupi, það var þegar við vorum þarna efst uppi, þá mæti ég vinkonu minni sem var að hlaupa lengri vegalengd en ég. Og hún leit bara mjög illa út og ég segi við hana „Þú verður að finna þér hjálp, þú lítur ekki vel út, þú verður að fá hjálp“. Og svo var ég hlaupin í burtu. Því þetta var spurning um að bjarga eigin lífi. Og ég veit að hún var hrædd um eigið líf á þessum tímapunkti. Að hún yrði bara úti. En ef ég hefði misstigið mig eða ef ég hefði dottið, ef ég hefði þurft að hætta að hlaupa á einhverjum tímapunkti og þurft að ganga, þá hefði ég ekki lifað af. Ég hefði orðið úti. Þetta var rosaleg keppni!“

Katrín heldur sér í formi með ýmsum hætti.

Uppgefin á bæði líkama og sál ákvað hún samt sem áður að halda áfram, þó með það í huga að leyfa sér að sleppa þeim keppnum þegar aðstæður biðu ekki upp á það að njóta aðstæðna án þess að óttast um líf sitt. Á meðan viljinn til þess að hafa gaman, vera úti og gera betur er til staðar ætlar Kata að halda áfram.

- Auglýsing -

Viðtalið við Sprengju Kötu má nálgast í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða leita það uppi á öllum helstu hljóðvarpsveitum samtímans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -