Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Starfsfólk Bankasýslunnar fékk vínflöskur, flugelda og konfektkassa að gjöf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Starfsmenn Bankasýslunnar fengu gjafir í tengslum við störf sín þegar þeir þeir unnu að útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka:

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á opnum fundi fjárlaganefnd vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði.

Formaður nefndarinnar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna hafði þá spurt um hvort stjórn eða starfsmenn hefðu nýtt sér eða þáð boð eða gjafir eða risnur eða eitthvað slíkt í kjölfar eða aðdraganda beggja útboðanna. Stjórnarformaðurinn svaraði spurningunni líka en sagði: „Ég hef ekkert fengið.“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði nánar út í þessa kvöldverði og vínflöskur og sagði að dæmi væri um það í Noregi að gjafir sem þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum þar í landi. Bankasala væri mun stærra mál. Þess vegna vildi hann svör Bankasýslunnar um hversu dýrar vínflöskurnar og máltíðirnar hefðu verið.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði þá þegar beðið um minnisblað um þessar gjafir og máltíðir. Í fyrirspurn vísaði Jón Gunnar svo í svörum til Eyjólfs. „Ég skal bara senda þér minnisblaðið. Það er ekki málið,“ sagði hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -