Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Starfsmaður ræðismannaskrifsstofu Rússlands reif niður myndir af Navalny: „Ég er enn í sjokki…“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússar söfnuðust saman fyrir framan ræðismannaskrifstofu Rússlands í Reykjavík til að minnast Alexei Navalny á föstudaginn og hengdu upp ljósmyndir af honum og blóm og kveiktu á kertum. Stuttu seinna kom maður út úr sendiráðinu og reif niður myndirnar og slökkti á kertunum.

Frá minningarathöfninni.
Ljósmynd: Andrei Menshenin

Starfsmaður hjá ræðismannaskrifstofu Rússlands á Túngötu 24, reif niður myndir af Alexei Navalny, sem rússneskir íbúar í Reykjavík höfðu hengt upp á grindverk við ræðismannaskrifstofuna föstudaginn 16. febrúar. Sami maður henti einnig kertum sem kveikt hafði verið á til að minnast Navalny, sem lést í rússnesku fangelsi á föstudaginn.

Búið að taka niður myndirnar og slökkva á kertunum.
Ljósmynd: Dmitry Fufachev

Íslensk kona varð vitni að þessu en í samtali við Mannlíf sagði hún manninn hafa verið með hettu og buff fyrir andlitinu. „Við vorum þarna á æfingu við Landakotskirkju. Sáum hvar athöfnin fór fram með sjónvarpinu. En svo kannski liðu í kringum 30 mínútur, þá kom maður út úr húsinu og byrjaði að slökkva á kertunum og rífa niður það sem búið var koma fyrir í grindverkinu. Ein af okkur spurði hvað hann væri að gera en fékk eitthvað muldur til baka. Greinilega ekki til í að ræða málin. Eða skildi ekki hvað var sagt við hann. Svo bara fór hann aftur inn.“

Kertin slökkt
Ljósmynd: Dmitry Fufachev

Rússi sem var við athöfnina birti ljósmyndir frá minningarathöfninni og svo aðrar sem teknar voru eftir að maðurinn með buffið henti öllu í ruslið. Við færslu sína á Facebook skrifaði hann athugasemdir sem hann heyrði við athöfnina. Hér eru dæmi:

„Þegar ég lærði um dauða Navalny í dag, sat ég og horfði á einn stað í 10 mínútur… „
„Ég er enn í sjokki…“
„Engin orð, hver andskotinn… „

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -