Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Starfsmenn Ríkiskaupa í áfalli: „Sjötíu ára stofnun keyrð í þrot á fjórum árum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmaður Ríkiskaupa segir að stjórnendur stofnunarinnar treysti ekki undirmönnum sínum.

Sagt var frá því á dögunum að fjármálaráðherra hyggist leggja niður Ríkiskaup og færa verkefni stofnunarinnar inn í Fjársýslu ríkisins. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er starfsfólk í áfalli og að margir vilji ekki færa sig yfir í Fjársýsluna. „Sjötíu ára stofnun keyrð í þrot á fjórum árum,“ segir starfsmaðurinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, í skriflegu svari til Mannlífs. Og heldur áfram. „Starfsfólk er að sjálfsögðu í sjokki og óvissu með framtíð sína. Þess vegna tala margir um að þau vilji ekki færa sig yfir. Það er alveg ljóst að sumir munu ekki gera það, kannski helst að  þeir sem elstir eru og treysta sér síst til að skipta um starfsvettvang á síðustu árum starfsæfinnar (en margir þeirra eru nú þegar farnir í hreinsunum undanfarin ár) sem munu færa sig yfir. Flestir munu a.m.k. skoða sig um og athuga með önnur starfstækifæri. Þá mun enn frekari þekking á opinberum innkaupum hverfa á brott frá stofnuninni en flestum hefur þótt nóg um í tíð núverandi stjórnenda.“

Segir starfsmaðurinn að skilaboðin sem send eru með því að leggja Ríkiskaup niður, séu þau að starfsfólkinu sé ekki treystandi. „Skilaboðin eru svolítið í þeim anda að við, starfsfólkið, séum ekki nógu góð til að sinna verkefnum um opinber innkaup. Samt hefur þessi stofnun sinnt þeim verkefnum í yfir 70 ár sem er einstakt þegar horft er til landa Evrópu. Þetta er ein elsta stofnun sinnar tegundar í alþjóðlegu samhengi og hefur sinnt sínum verkefnum með ágætum. En þegar nýjir og nýútskrifaðir stjórnendur tóku við tók það þá innan við fjögur ár að sannfæra ráðherra um að stofnunin stæði ekki undir nafni og það þyrfti að leggja hana niður. Starfsfólk réði ekki við verkefnin. Þetta er auðvitað vantraust stjórnenda á okkur og eiginlega engin leið til að sjá þetta öðruvísi.“

Þá er starfsmaðurinn allt annað en ánægður með stjórnenda síðustu ár. „Nýjir stjórnendur lögðu ofuráherslu á breytingar, oft bara breytingana vegna. Það var eins og þau vildu sanna sig í starfi, sama hvað það kostaði. Kjarnastarfsemi stofnunarinnar var látin sitja á hakanum og allt kapp lagt á að finna hjólið upp að nýju. Mikið af þeim opinberum aðilum sem ekki er skylt, heldur hafa til þess val að leita til Ríkiskaupa (aðrar stofnanir en A hluta stofnanir) og sveitafélög hafa gefist upp á þjónustu okkar. Þess vegna hefur heldur betur dregið úr slagkrafti heildarinnar og ávinningi af hagræði í innkaupum hins opinbera. Allt kapp hefur verið á vægast sagt óskýra framtíðarsýn opinberra innkaupa sem engin endir virðist vera á.“

Ennfremur segir starfsmaðurinn að stofnunin hafi verið rekin með tapi undir nýjum stjórnendum. „Stofnunin sem hefur verið rekin af sjálfsaflafé og skilað rekstrarafgangi er að hluta komin á fjárlög og skilar samt tapi ár eftir ár undir nýjum stjórnendum. Þetta ætti að vera skilaboð um lélega stjórnun stjórnenda en skilaboðin sem við fáum er  að við séum ekki starfi okkar vaxin. Við starfsfólkið erum ekki starfi okkar vaxin en stjórnendur er frábærir.“

Að lokum segir starfsmaðurinn að stjórnendum Ríkiskaupa sé hampað „þó allir sem vilji sjái að sökin er alfarið þeirra.“

„At the end of the day upplifum við starfsmenn okkur sem ófullnægjandi starfsmenn og það sé betra að ráðuneytið grípi inn í og bjargi því sem hægt er. Stjórnendum er hins vegar hampað þó allir sem vilji sjái að sökin er alfarið þeirra. Stofnunin hefur skilað rekstri hins opinbera ótvíræðum ávinningi í yfir 70 ár en nýjir óreyndir stjórnendur sigldu öllu í stand á innan við fjórum árum.“

- Auglýsing -

Mannlíf sendi spurningar á Söru Lind Guðbergsdóttur, tímabundinn forstjóra Ríkiskaupa, hvort hún sé sátt við að nú eigi að leggja stofnunina niður og hvernig starfsfólk taki þessu. Sara Lind, sem hingað til hefur verið mjög til fyrirmyndar í svörum sínum til Mannlífs, hefur ekki svarað spurningunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -