Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Stefán Máni hneykslast út í Íslensku Bókmenntaverðlaunin: „Þetta er náttúrulega bara vitleysa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn margrómaði rithöfundur, Stefán Máni, spyr á Twitter-síðu sinni hvort fólki finnist ekki skrítið að glæpasögur falli ekki undir flokk skáldverka. Hann varpar einnig fram þeirri spurningu hvort engum þyki það skjóta skökku við að glæpasögur geti ekki unnið til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Líflegar umræður hafa skapast í þræðinum og þykir mörgum málið hið undarlegasta.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá Bryndísi Loftsdóttur, hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda sem stendur að baki verðlaununum. Aðspurð um efni færslunnar segir hún: „Þetta er náttúrulega bara vitleysa.“ Hún útskýrir að glæpasögur séu fullgjaldgengar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og ítrekar að Stefán Máni fari með rangt mál.

Við færslu Stefáns Mána ritar Fríða, @Fravikid, við færsluna: „Ég hélt að Blóðdropinn hefði verið stofnaður til þess að veita glæpasögum einhver verðlaun þar sem þær vinna aldrei íslensku bókmenntaverðlaunin. Sem sagt að glæpasögur geti alveg enn unnið íslensku bókmenntaverðlaunin en það hefur bara ekki gerst.“

Bryndís staðfestir að það sé rétt að íslenskar glæpasögur hafa ekki unnið Íslensku bókmenntaverðlaunin en þó nokkrar hafi hlotið tilnefningar. Aðspurð hvort rétt sé að Blóðdropinn hafi verið stofnaður til að veita glæpasögum einhver verðlaun svarar Bryndís: „Nú kom ég ekkert að stofnun Blóðdropans og er og hefur hann alltaf verið aðskilinn. Þannig hann er sjálfstæð eining.

Bryndís útskýrir nánar: „Ef eitthvað þá hafa glæpasagnahöfundar þarna tvöfaldan möguleika á við alla aðra höfunda og get því bæði unnið og/eða hlotið tilnefningar til bókmenntaverðlauna og glæpasagnaverðlauna og jafnvel unnið í báðum flokkum – Og þá hlotið tvær milljónir en ekki eina milljón. Í raun snýr þetta algjörlega öfugt.“

„Hann fer bara með rangt mál,“ segir Bryndís í lokin.

- Auglýsing -

Hér að  neðan má sjá færslu Stefáns Mána:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -