Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Stefán Pálsson áskrifandi að Trump-vefriti: „Þetta gefur líka ákveðna innsýn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Pálsson sagnfræðingur getur ekki losnað við Trump úr pósthólfinu.

Einhverra hluta vegna er ég á tölvupóstlista hjá e-u bandarísku Trumpista-vefriti. Mögulega hef ég í ógáti smellt á einhvern hnapp í ruslpósti sem ég hefði ekki átt að gera en fyrir vikið fæ ég daglega tölvupóst með yfirliti yfir helstu fréttir. 2-3 tilraunir til að afskrá mig hafa engum árangri skilað og ég komist að þeirri niðurstöðu að líklega sé minni fyrirhöfn að eyða bara þessum daglega pósti,“ skrifar Stefán Pálsson á samfélagsmiðilinn Facebook. Þó að Stefán vilji ekkert með þetta rit hafa þykir honum ýmislegt í því áhugavert.

„En þetta gefur líka ákveðna innsýn inn í hugarheim sem maður væri ekki endilega að kynna sér annars. Vefritið er borið uppi af fréttum sem eru bæði upplýsingaóreiða og smellubeitur. Þannig er nálega upp á hvern dag frétt með stríðsfyrirsögn um það hvað búið sé að afhjúpa bóluefnarisana efir Covid-samsærið og spilaborg blekkingarinnar sé byrjuð að hrynja. Maður myndi ætla að það væri farið að blotna í þessu púðri eftir hálft ár af slíkum fréttum, en það virðist ekkert lát á þeim.

Annað sem mér finnst áhugaverðara, eru endalausar fréttir af málaferlunum gegn Trump. Maður fær það á tilfinninguna þegar fylgst er með evrópskum fjölmiðlum að öll þessi dómsmál séu gríðarlega erfið og vandræðaleg fyrir Trump, að snaran sé að herðast um háls hans og smátt og smátt hljóti jafnvel hörðustu repúblikanar að snúa við honum baki. Þannig myndi maður ætla að Trumpvinir vildu sem minnst af þessu vita,“ en samkvæmt Stefáni virðast stuðningsmenn Trump líta á dómsmál hans sem styrkleika.

„Sú er þó alls ekki raunin. Þarna eru stöðugar fréttir af dómsmálunum sem allar ganga út á glæsta sigra forsetans fyrrverandi, þar sem mál saksóknaranna hrynur til grunna í sífellu. Það er næstum eins og að dómsmálin séu helsti styrkur hóteleigandans alræmda,“ skrifar Stefán að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -