Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Stefnir í verkfall hjá Eflingu – Lamandi áhrif á stóran hluta samfélagsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harka er hlaupin í samningsviðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og stefnir í verkföll á næstunni. En hvað þýðir það fyrir samfélagið?

Félagsmenn Eflingar eru um 25.000 – 30.000 og starfa á heilmörgum sviðum atvinnulífsins og er þá um að ræða bæði innan einkageirans og hjá opinberum stofnunum. Langflestir þeirra er á aldrinum 20-39 ára en 80% félagsmanna eru á almennum vinnumarkaði. Fari svo að Efling efni til í verkfalls er ljóst að áhrifin verða gríðarleg fyrir íslenskt samfélag.

Stærstu vinnuveitendur innan Eflingar eru meðal annarra Reykjavíkurborg, skipafélögin, Landspítalinn, Kópavogsbær og hin ýmsu ræstingafyrirtæki.

Sem dæmi um þær starfstéttir sem gætu lagt niður störf, annað hvort að hluta til eða alveg eru starfsfólk mötuneyta og ræstingafyrirtækja. Einnig gætu leiðbeinendur á leiksskólum farið í verkfall sem og fólk sem vinnur við heimaþjónustu og sjúkrastofnunum. Aukreitist gætu félagsmenn Eflingar sem vinna á sviði iðnaðar, framleiðslu, flutninga, byggingarvinnu og fleira í þeim dúr, gert slíkt hið sama. Þá gætu einnig starfsfólk veitinga- og gistihúsa lagt niður störf og öryggisverðir og starfsmenn dekkjaverkstæða einnig, svo eitthvað sé nefnt.

Árið 2020 bar mikið á verkföllum hjá félagsmönnum Eflingar sem hafði gríðarleg áhrif á hina ýmsu kima samfélagsins, þar á meðal á ferðamannabransann og umönnunarstörf á borð við leikskóla og sjúkrastofnanir. Sem dæmi má nefna að er Efling fór í 60 klukkustunda verkfall þann 11. febrúar árið 2020, hafði það áhrif á rúm­lega 3.500 leik­skóla­börn og 1.650 not­end­ur vel­ferðarþjón­ustu á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -