Föstudagur 26. júlí, 2024
14.3 C
Reykjavik

Steinunn Ólína lofar ræðu Guðna forseta: „Rassskellti duglega stjórn RÚV“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef held ég aldrei heyrt Guðna tala af jafn miklum þunga og í þessari ræðu og mér þótti vænt um að heyra hann tjá sig á þennan hátt. Alvöru manneskja hann Guðni Th. Jóhannesson,“ segir hin þjóðþekkta leikkona Steinunn Ólína lofsöng um ræðu Forseta Íslands í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. En Guðni Th. ávarpaði gesti Íslensku tónlistarverðlaunanna og var að sögn Steinunnar Ólínu ómyrkur í máli um afstöðu sína vegna ákvörðunnar Ríkissjónvarpsins og forsvarmanna vegna þátttöku í Eurovision.

„Ræða forseta Íslands á Íslensku tónlistarverðlaununum var allrar athygli verð og tók af allan vafa um hvort þátttaka í Eurovision er viðeigandi að þessu sinni. Hvernig fólk hagar sér á stríðstímum skiptir nefnilega máli. Ætlum við að láta eins og ekkert sé eða í ljósi aðstæðna að standa með bræðrum okkar og systrum sem fallin eru eða þjást.“

Hún bætir við:

„Ræðan rassskellti duglega stjórn RUV, yfirmann stofnunarinnar og alla þá sem álíta það viðurkvæmilegt að vera í grínbandalagi við þjóðir sem skipulega útrýma nágrannaþjóð sinni.“

Steinunn minnar á að höfundur framlags Íslands hefur afsalað öllum tengslum við lagið og ætli ekki að fylgja laginu til keppni.

„Til fyrirmyndar og sýnir að hún lætur hvorki persónulegan metnað né ábyrgðarleysi stjórna för. Hún vill geta horft í spegilinn sátt. Bravó fyrir því!“

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá færslu Steinunnar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -