Þriðjudagur 21. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Steinunn safnar undirskriftum gegn frumvarpi matvælaráðherra: „Nú er að duga eða drepast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir safnar nú undirskriftum gegn frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi.

Forsetaframbjóðandinn og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur nú hafið undirskriftarsöfnun undir orðunum: Nú er að duga eða drepast, þar sem fólk getur skorað á Alþingi að hafna frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Er því haldið fram í texta undirskriftarsöfnunarinnar að verði frumvarpið samþykkt, verði gefin út „ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust“.  Þá heimili frumvarpið „mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við stendur Íslands“ eins og það er orðað.

Hér má lesa allan textann:

„Nú er að duga eða drepast.
Við undirrituð skorum á Alþingi Íslendinga að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust. Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti og hefur hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“

Í fyrradag sagði Mannlíf frá því að Steinunn Ólína sakaði Katrínu Jakobsdóttur og Svandís Svavarsdóttur um landráð, vegna þátt þeirra í málinu. Hér má lesa þá frétt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -