Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar eins og hann er oft kallaður bendir fylgjendum sínum að líta til bæði himins og jarðar, í nýrri fésbókarfærslu.
Sævar bendir á að ef léttir til seinni partinn og/eða í kvöld megi búast við þreföldu sjónarspili; Glitskýi, eldgosi og norðurljósum.
Á heimasíðu Veðurstofu Íslands hljómar spáin svoleiðis:
„Vestan 8-13 m/s og él. Norðvestlægari síðdegis og léttir til, lægir í kvöld. Hiti nálægt frostmarki.
Suðaustan 10-15 seint í nótt og dálítil snjókoma, en vestlægari með morgninum, fer að rigna og hlýnar í 3 til 6 stig.“
Mannlíf hvetur íbúa á suðvesturhorninu að fylgja ráðum Sævars og líta upp frá símunum, fara í góða kvöldgöngu innan bæjarmarka – og í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum.
Hér að neðan má sjá færslu Sævars í heild: