Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Stjúpfaðir drengsins sem var margstunginn með skrúfjárni er reiður: „Þetta er alveg að éta mig upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

21 árs drengur varð fyrir skelfilegri líkamsárás um helgina þegar þrír menn börðu hann og stungu sex sinnum með skrúfjárni. Atburðurinn átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur. Myndbandi af árásinni var dreift á samfélagsmiðlum þar sem sést í andlit árásarmanns en lögreglan hefur ekki enn handtekið neinn í tengslum við málið.

Fórnarlambið er komið heim af sjúkrahúsi en stjúpfaðir hans, Jónas Oddur Jónasson, sagði hann vera í áfalli. Jónas sagðist í samtali við Mannlíf vera mjög reiður, lögreglan hafi ekki enn náð árásarmönnunum, þrátt fyrir myndbirtingar.

„Þetta er alveg að éta mig upp, að lögreglan sé ekki búinn að ná þessum mönnum,“ segir Jónas og heldur áfram.  „Þeir eru að gera sitt besta, mér finnst bara vont að mega ekki lýsa eftir þeim þegar það eru komnar myndbirtingar.“

Bæði Jónas og móðir drengsins settu inn færslu á Facebook þar sem þau óska eftir vitnum, nokkrir settu sig í samband við þau og sögðust hafa horft upp á árásina og þá fékk Jónas myndbandið sent, áður en það fór í fjölmiðla.

Lögregla hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -