Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Stórfundur fyrir Palestínu haldinn í Háskólabíói – Hin 17 ára Asil Al-Masri flytur ávarp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á laugardaginn þann 17. febrúar stendur Félagið Ísland-Palestína fyrir stórfundi í Háskólabíói, en sá dagur er alþjóðlegur dagur til stuðnings Palestínu.

Fundurinn, sem hefst klukkan 14:00 í Háskólabíó 17. febrúar, er af stærri gerðinni en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra Íslands mun flytja erindi, auk fulltrúa skólaverkfalls fyrir Palestínu, Höllu Gunnarsdóttur fyrir hönd ASÍ, Asils Al-Masri, 17 ára Palestínsk stúlka sem særðist alvarlega í sprenjuárás Ísraela, og Sveins Rúnars Haukssonar læknis, en hann er í stjórn Félagsins Ísland-Palestína. Auk allra þeirra verða birt ávörp á myndbandi frá Feda Abdelhady-Nasser, fyrrum fastafulltrúa Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum og Dr. Mustafa Barghouti, lækni og baráttumanni fyrir Palestínu.  Þá mun Gerður Kristný flytja ljóð, leikið verður á oud og Páll Óskar lokar svo dagskránni með söng. Fundarstjóri verður Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona.

Í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestínu er farið yfir þær hörmungar sem enn standa yfir á Gaza. „Nú eru 130 dagar liðnir síðan Ísraelsher hóf árásir sínar á Gaza, og hefur þegar þetta er skrifað orðið yfir 30.000 manns að bana, þar af eru meira en 12.000 börn. Á Gaza eru 335,000 börn í lífshættu vegna vannæringar. Enginn íbúi á Gaza fær daglega nauðsynlega næringu og drykkjarhæft vatn er af skornum skammti. Hungursneyð er yfirvofandi. Auk þess skortir 50,000 þungaðar konur heilbrigðisþjónustu og næga næringu, á meðan Ísrael hindrar flutning á lífsnauðsynjum til Gaza. Rúm milljón Gazabúa hefur hópast saman í Rafahborg. Sprengjum er stöðugt varpað á Rafah, svæðið sem Gazabúum var sagt að flýja til – og sagt vera öruggt svæði.“

Í lokaorðum fréttatilkynningarinnar segir að ljóst sé á frekari þrýsingi frá alþjóðasamfélaginu, svo ísraelsk stjórnvöld bregðist við bráðabirgðadómi Alþjóðadómstólsins í Haag.

„Nú er nær mánuður síðan Alþjóðadómstóllinn fyrirskipaði að Ísrael skyldi með öllum ráðum koma í veg fyrir dráp á saklausum borgurum á svæðinu. Ljóst er að til þarf þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að það verði, þar sem Ísraelsríki hefur ekkert gert til að bregðast við þeirri skyldu sinni gagnvart dómstólnum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að almenningur sýni afstöðu sína gagnvart þjóðarmorðinu sem verið er að fremja í beinni útsendingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -