Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Strandveiðimaður bjargaði öðrum er bátur hans sökk norðvestur af Garðskaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á þriðja tímanum í nótt sökk strandveiðibátur norðvestur af Garðskaga en sjómaður á nálægum bát bjargaði lífi strandveiðimannsins.

Samkvæmt heimasíðu Landhelgisgæslunnar barst stjórnstöð hennar neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan 02:42, um að bátur í grendinni væri að sökkva um sex sjómílur norðvestur af Garðskagavita. Var þyrlusveit Gæslunnar kölluð strax út á hæsta forgangi auk sjóbjörgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum. Þá voru nálæg fiskiskip og bátar beðin um að halda á staðinn.

Stuttu eftir að neyðarkallið barst Gæslunni hafði tilkynnandi aftur samband og lét vita að hann væri búinn að bjarga manninum úr sjónum en honum hafði tekist að komast í björgunargalla áður en bátur hans sökk. Var maðurinn kaldur eftir veruna í sjónum og beið sjúkrabíll hans á bryggjunni á Sandgerði. Bjargvættur mannsins sigldi honum þangað. Báturinn marar í hálfu kafi samkvæmt Gæslunni og þegar færslan var skrifuð á heimasíðu hennar ætluðu sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar að freista þess að draga hann til hafnar.

Í lok færslunnar kom Landhelgisgæslan á framfæri sérstökum þökkum til skipstjóra strandveiðibátsins sem sýndi „snarræði við björgun mannsins“, auk annarra viðbragðsaðila sem brugðust við með „skjótum og fumlausum hætti“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -