Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kanna hvort flutningaskip hafi hvolft bátnum:„Það var svolítið myrkur en ég sá svo rekald í sjónum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Magnússon, vélstjóri úr Garðinum, hélt fyrst að um fljótandi gám væri að ræða þegar hann kom á strandveiðibát sínum að öðrum slíkum báti á hvolfi sex sjómílur norðvestur af Garðskaga. Erlendu flutningsskipi hefur verið stefnt til hafnar í Vestmannaeyjum vegna málsins.

Sjá einnig: Búið að draga strandveiðibátinn að landi – Bjargvætturinn sigldi aftur til veiða

Samkvæmt RÚV verður tekin skýrsla af áhöfn erlenda flutningsskipsins í Vestmannaeyjum en verið er að rannsaka hvort sigling skipsins hafi ollið því að bátnum Hadda HF hvoldi í nótt. Skipið og báturinn voru á svipuðum slóðum.

Maðurinn sem bjargaði Þorvaldi Árnasyni, skipstjóra og eiganda Hadda HF, sagði í viðtali við Víkurfréttir að hann hefði séð rekald í sjónum og talið að þetta væri gámur á floti.

„Við vorum á svipuðum tíma út en hann gengur aðeins hraðar hjá honum og hann var því aðeins á undan mér og var kominn utar en ég. Það var svolítið myrkur en ég sá svo rekald í sjónum og sagði við sjálfan mig, „er þetta gámur?“ því þeir eru alltaf að missa gáma í sjóinn. Það var fraktflutningaskip nýbúið að fara hérna hjá. Þegar ég kem nær sé ég að þetta er bátur á hvolfi,“ segir Arnar Magnússon sem stundar strandveiðar frá Sandgerði. 

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -