Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
10.5 C
Reykjavik

Streptókokka faraldur á landinu – Rúmlega tíu börn liggja á spítala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem að streptókokkafaraldur geysi nú hér á landi en samkvæmt heimildum Mannlífs liggja nú rúmlega tíu börn inn á Barnadeild vegna streptókokkasýkingar. Í venjulegu árferði eru um það bil tvö börn á ári lögð inn á Barnadeild vegna þessa. Auk þess er mikill skortur á sýnatöku pinnum á landinu en samkvæmt heimildum Mannlífs voru aðeins sjö pinnar til á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær. Þá sé dæmi um að börnum með einkenni séu gefin sýklalyf án greiningar vegna skorts á sýnatöku pinnum. Mannlíf hafði samband við HSS sem gat ekki svarað spurningum blaðamanns um málið að svo stöddu en fréttin verður uppfærð.

Á vef Heilsuveru eru eftirfarandi upplýsingar um streptókokka:
Fólk með streptókokka hálsbólgu hefur yfirleitt ekki hósta, nefrennsli eða roða í augum, heldur eru einkennin oftast:

  • Hár hiti eða 38,5°C og yfir.
  • Aumir/bólgnir eitlar á hálsi.
  • Mjög sár verkur í hálsi.
    Hvítar skellur á hálskirtlum og bólginn úfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -