Svo virðist sem að streptókokkafaraldur geysi nú hér á landi en samkvæmt heimildum Mannlífs liggja nú rúmlega tíu börn inn á Barnadeild vegna streptókokkasýkingar. Í venjulegu árferði eru um það bil tvö börn á ári lögð inn á Barnadeild vegna þessa. Auk þess er mikill skortur á sýnatöku pinnum á landinu en samkvæmt heimildum Mannlífs voru aðeins sjö pinnar til á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær. Þá sé dæmi um að börnum með einkenni séu gefin sýklalyf án greiningar vegna skorts á sýnatöku pinnum. Mannlíf hafði samband við HSS sem gat ekki svarað spurningum blaðamanns um málið að svo stöddu en fréttin verður uppfærð.
Á vef Heilsuveru eru eftirfarandi upplýsingar um streptókokka:
Fólk með streptókokka hálsbólgu hefur yfirleitt ekki hósta, nefrennsli eða roða í augum, heldur eru einkennin oftast:
- Hár hiti eða 38,5°C og yfir.
- Aumir/bólgnir eitlar á hálsi.
- Mjög sár verkur í hálsi.
Hvítar skellur á hálskirtlum og bólginn úfur.