Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

„Sumir vilja frekar deyja því dauði getur verið betri en að lifa við þessa grimmd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þú biður eftir að óvinur mætir og tekur þig og fjölskylduna þína. Það er bara tímaspursmál hvenær það gerist,“ segir Jasmina Vajzović Crnac sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1996. Hún flutti hingað sextán ára gömul en þá hafði stríð geysað í heimalandi hennar, Bosníu Hersegóvínu, í nokkur ár.

Nokkuð áhyggjulaus æska breyttist í martröð á nánast einni nóttu þegar stríðið braust út og Jasmina horfði á fólk deyja, var ofsótt og lifði í stöðugum ótta. En hún fékk tækifæri til að öðlast nýtt líf á Íslandi og skilaboð hennar í dag eru einföld: okkur ber skylda til að hjálpa fólki á flótta.

Jasmina ritar færslu á Facebook þar sem hún rifjar upp árin sín í heimalandinu og setur þau í samhengi við átökin sem nú geisa í Afganistsan. Hún segist vita nákvæmlega hvað bíði fólksins þar, sérstaklega afgönskum konum og stúlkum.

Við skulum gefa Jasminu orðið og hér að neðan má sjá færslu hennar í heild sinni:

„Þetta ástand bitnar mest á saklausu fólki því þau neyðast að fara á flótta eða verra og það er að vera í fangi óvina sem eru tilbúnir að fremja verstu glæpir og í raun hvað sem er. Okkar hugur getur ekki einu sinni ímynda okkur hvað óvinurinn getur leyft sér að gera. En ég veit vel hvað er hægt að gera því ég hef sjálf verið í svipuðum aðstæðum og óttin við að lenda í þeirra höndum var dagleg lífsbrauð. Ég veit það vegna þess að min þjóð hefur gengið í gegnum það einu sinni.

Það er spurs mál hvenær og hvernig gerist það. Örlög eru mótuð af þeim æðstum sem hafa vald. En þú veist það ekki hvaða örlög bíða þín heldur þú óttast alltaf um það versta. Óvinurinn ( í þessu tilviki Talibanar) hann hefur leyfi til að myrða, pinta, nauðga, rupla og ræna og allt sem honum dettur í hug. Hann hefur leyfi því hann er með vopn og vald yfir þér. Hann gerir það því í hans huga er þú annara trúa, þjóðerni , ætt og fl. og það er ekki samþykkt því hann hefur allt aðra sýn. Hann ætla ná sínu fram á einn eða annan hátt. Hann hefur þessa brenglaða hugmyndi hvernig landið og heimurinn á að vera. Hans öfga hugmyndir eru þau réttu. Það eitt gefur honum leyfi til að koma fram við þig sem hlut og haga sér sem rándýr til að eyðileggja og niðurlægja þig eins honum sýnist og það er alltaf gert á verstan hátt. Þau taka af þér allt það dýrmætasta líkt og fjölskyldu, vini, rústa æskuna þína, taka af þér heiðurinn, stoltið, láta þig finna að þú ert eins litið og hægt er. Þau brjóta þig niður með sinni kúgun, ómannaskjulegum reglum, skoðunum og fl. með ótta að vopni. Þau eða hann einn hefur vald til að ákveða hvort þú lifið eða deyr, hvort þú borðar eða ekki, hvort þú gengur í skóla eða ekki, hvort þú andar eða ekki og lengi má telja. Þau vita veiku punktana þína og þeir nota þá til að ráðast á þig. Þau nota veikleikana þína til að hefna sín á eins grimman hátt og hægt er og þeim dettum sko í hug aðferðir sem eru viðbjóðslegar. Sumir vilja frekar deygja en að lenda í höndum óvinar. Því dauði getur verið betri en að lifa við þessa grimmd.

- Auglýsing -

Í minu heimalandi eru fjöldagrafir en þann daginn í dag sem fólkið var hent í, fleiri þúsund mans eru drepin að en er verið leita að líkum og reyna greina með DNA aðferðum, sumt fólk virðist vera horfið og aldrei fundið, yfir 25 000 kvenna var nauðgað og það var gert að herkænsku aðferð þar sem stúlkur og konur þjónustuðu hermennina kynferðislega, þar sem foreldrar eru látið nauðga börnin sín, nágrannarnir og fjölskylda látin horfa á. Landið var lagt í rúst, allir innviði eyðilögð og fólk eiginlega neydd í það að skilgreina sig eftir þjóðerni, trú og upprúna. Fólk flúði land og 1,5 mil manna varð á flótta. Flóttamenn sem búa í öðrum löndum víða um heim en daginn í dag með tilheyrandi áföll. Ég og fjölskylda mín erum ein þeirra.

Íslensk stjórnvöld tóku ekki við kvótaflóttafólki frá mínu heimalandi á sínum tíma og ég vona innilega að flóttafólk frá Afganistan fá það tækifæri. Við verðum taka ábyrgð því við getum klárlega ekki setið aðgerðalaus!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -