Svandís Anna Sigurðardóttir, verkefnastjóri Stígamóta, segir í viðtalið hjá mbl.is að sjálfsfróun leikskólabarna sé eðlileg.
„Sjálfsfróun er eitthvað sem við sjáum að byrjar frekar snemma. Þegar börn eru bara að uppgötva líkama sinn. Þetta er bara að gerast á leikskólaaldri,“ sagði Svandís Anna um málið.
„Þannig þau eru bara að upplifa axlir, haus og líka kynfæri skilurðu. Og það er einhver snerting þar sem að lætur þeim líða vel og það er bara eðlileg þróun og þroski.“
Í viðtalinu sagði hún að samskipti foreldra og barna væru mjög mikilvæg til þess að efla þroska þeirra og þá sé mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við börn þegar kynhegðun kemur upp. Foreldrar verði að taka samtal um líkama þeirra og virðingu, sem muni hjálpa börnunum þegar þau verða eldri. Kynhegðun sé einstaklingsbundin og kenni verði börnum það. Þá sagði hún einnig að öflug kynfræðsla hafi þau áhrif að börn byrji að stunda kynlíf seinna en þau börn sem hafi ekki fengið neina kynfræðslu.