Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Svandís snýr aftur – Vantrauststillaga Ingu verður lögð fram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mat­væla- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, mun snúa til baka úr veikindaleyfi á morgun en hún hefur verið frá síðan í lok janúar eftir að hún var greind með krabbamein í brjósti.

„Kæru vinir, ég vona að þið hafið notið páskahátíðarinnar. Ég kem aftur til starfa á morgun að loknu veikindaleyfi. Meðferðin hefur gengið afbragðs vel, horfur góðar og mér líður vel. Framundan er eftirlit og eftirfylgni, bjartsýni og fullvissa um bjartari tíð. Ég er þakklát fyrir allar kveðjurnar, hlýjuna og góðar óskir og hlakka til verkefnanna framundan!“ skrifar Svandís Svavarsdóttir á samfélagsmiðilinn Facebook um málið.

Inga Sæland hefur gefið það út að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi sem stóð til að leggja fram þegar Svandís tilkynnti um veikindi sín. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Svandís hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða í fyrrasumar. Svandís gaf það út í kjölfarið að hún myndi ekki segja af sér ráðherraembætti.

„Þetta vantraust hefur ekki farið neitt, það bara bíður eftir því að hún geti varið það,“ sagði Inga í viðtali við Vísi um endurkomu Svandísar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -