Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
2.8 C
Reykjavik

Svona myndi Glúmur leysa krísuna á Landspítalanum: „Fækkuðu millistjórnendum verulega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staðan í heilbrigðiskerfinu er grafalvarlega og daglega berast nýjar en jafnframt slæmar fréttir af Landspítalanum. Landsmönnum hefur beinlínis verið sagt að koma ekki þangað nema í lífshættu. Svo virðist sem heilbrigðiskerfið á Íslandi sé að hruni komið. Hvað er til ráða?

Því getur Glúmur Baldvinsson svarað en hann birtir á Facebook hnitmiðaða lausn við þessum vanda. Hann segir í raun allt of marga starfa á Landspítalanum sem eru að sinna öðru en lækna fólk.

„Mín skoðun: Ef við hækkuðum laun heilbrigðisstarfsfólks sem sinna sjúklingum ríflega og fækkuðum millistjórnendum verulega þá færi heilbrigðiskerfið loks aftur í rífandi gang. Fagmenntaðir sæktust í að koma tilbaka. Sama gildir um menntakerfið. Hvaðan eiga peningarnir að koma? Með stórauknum leigugjöldum af notkun sjávarauðlindarinnar. Til dæmis,“ segir Glúmur.

Flosi Þorgeirsson, gítarleikari í hljómsveitinni HAM, tekur undir með honum og bætir við:

„Það var óneitanlega sérstakt að upplifa að við sem vorum í fremstu röð á sjúkrahúsinu að sinna sjúklingum vorum afar aftarlega í launagoggunarröðinni. Sjúkrahúspresturinn með 1.5 milljónir en hjúkrunarfræðingar með tæp 500 þúsund.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -