Föstudagur 17. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Telur að Bjarni myndi tapa fyrir kálhaus: „Ekkert endilega málefnalegur samanburður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Píratinn Björn Leví Gunnarsson er þekktur fyrir að vera einn af málefnalegustu þingmönnum Alþingis um þessar mundir en í nýjustu færslu þingmannsins á samfélagsmiðlinum Facebook er hann nokkuð ómálefnalegur í garð Bjarna Benediktssonar og gerir sér fyllilega grein fyrir því.

„Í ákveðinni pólitískri satíru var sett upp keppni á milli þáverandi forsætisráðherra Bretlands og kálhauss. Svo fór að kálhausinn vann,“ skrifar Björn.

„Ég held að þetta sé mjög merkilegt lýðræðislegt próf þegar kemur að æðstu ráðamönnum og þetta próf ætti vel við komandi forsetakosningar. Spurningin væri hvort einstaka frambjóðendur gætu sigrað kálhaus í einn á móti einum kosningum. Eflaust er hægt að finna eitthvað sem er ekki alveg eins gildishlaðið og kálhaus, en dæmið er þarna til staðar, þannig að við höldum okkur við það bara.“

Prófið á við um Bjarna

„Einnig, nú þegar ný ríkisstjórn tekur við, og ef það fer eins og heimildir moggans herma að Bjarni taki við sem forsætisráðherra, þá held ég að þetta próf eigi vel við líka,“ heldur þingmaðurinn áfram í færslunni.

„Því þó hann hafi vissulega fengið flest atkvæði meðal margra frambjóðenda, þá held ég að hann myndi tapa í einn á móti einum kosningum við nánast hvern sem er. Meira að segja við kálhaus því mun fleiri vilja bara einhvern annan við stjórnartaumana (skv. skoðanakönnunum) en styðja hann. Andstæðuna var að finna hjá fráfarandi forsætisráðherra, þar sem mun fleiri vildu hana sem forsætisráðherra en kusu flokk hennar. Þetta er súrrealískt lýðræðislegt dæmi, að blanda kálhaus í málið. En það sýnir okkur líka hversu súrrealísk staðan er í stjórnmálum ef kálhaus gæti virkilega verið valinn fram yfir einhverja frambjóðendur.“

- Auglýsing -

Hitler eða kálhaus

„Ég geri mér grein fyrir því að það eru eflaust einhverjir að klifra upp móðgunarstigann vegna þessa samanburðar hjá mér,“ skrifar Björn og hefur litlar áhyggjur á að fólki móðgist. „Það verður bara að hafa það. Stundum þarf að taka ýkt og stuðandi dæmi til þess að sýna fram á skrítna stöðu mála. Hin ýkta hliðin er að benda á að Hitler vann lýðræðislegar kosningar … það þýðir ekki að það sé verið að líkja neinum við Hitler eða kálhaus. Alls ekki. Ef einhver reynir að halda því fram að það sé meiningin með þessu þá er verið að gera mér upp skoðanir sem er eitt af helstu vandamálunum í stjórnmálum í dag. Það er sífellt verið að búa til strámenn, eins og það heitir. Þetta er heldur ekkert endilega málefnalegur samanburður heldur. Auðvitað ekki. Þetta er súrrealískur samanburður. Ætlaður sem slíkur. Staðan er þrátt fyrir það sú, að mínu mati, að Bjarni myndi tapa í framboði til forsætisráðherra gegn þessum kálhaus af því að fólk myndi frekar vilja hvern sem er annan.“

Óviðeigandi dæmi

- Auglýsing -

„Þetta er bara skoðun. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er óviðeigandi dæmi, en mér finnst nauðsynlegt að gera svona öfgafullan samanburð til þess að sýna hversu alvarleg mér finnst lýðræðislega staðan vera,“ skrifar Björn svo að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -