Mánudagur 22. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Telur óljóst hvort Solaris fylgi íslenskum lögum: „Peningaþvætti í þágu hryðjuverkastarfsemi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Solaris safnaði 60 milljónum króna á skömmum tíma og hætti að safna 6. mars af því að markinu var náð, sjö sjálfboðarliðar kosta sig sjálfir til ferðar og dvalar í Kairó í Egyptalandi þar sem þeir greiða 5.000 dollara fyrir fullorðinn einstakling og 2.500 dollara fyrir barn til að ná fólki út af Gaza,“ ritaði Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra á samfélagsmiðlinum Facebook.

Solaris eru frjáls félagasamtök miðast starf þeirra að því að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi. „Stofnandi og forstjóri Solaris kvartar mjög undan opinberri orðræðu í þessu einhliða viðtali fréttamanns ríkisútvarpsins við hana,“ segir Björn og gagnrýnir fréttaflutninginn.

„Fréttamaðurinn hefur hvorki rænu né áhuga á að upplýsa hlustendur eða leita svara um hvort söfnun Solaris hafi að lokum uppfyllt skilyrði að íslenskum lögum sem snúast annars vegar um opinberar fjársafnanir og hins vegar peningaþvætti í þágu hryðjuverkastarfsemi.“

„Það þyrfti að rannsaka bókhald þessara samtaka um hvort þessi söfnum hafi snúist um að múta landamæravörðum við Gaza. Það gefur augaleið að fréttastofa RÚV og Vísir taka stöðu með Solaris,“ ritar Jóhannes Þorgeir Ernstsson í athugasemd við færsluna.

Björn Bjarnason spyr jafnframt í þræðinum:

„Eru lög um opinberar fjársafnanir á Íslandi ólög? Eða lög um peningavætti til að hindra fjársafnanir til hryðjuverkastarfsemi? Að bera brot á lögum um fjársafnanir sem stofnað er til í góðum tilgangi saman við dirfsku þeirra sem óttast ekki ofbeldisöfl er út í bláinn. Það er engin neyð eða nauðung fyrir Solaris að virða íslensk lög og ætti að vera stolt samtakanna að gera það. Um það snýst þessi þráður.“

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá færslu Björns í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -