Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Þessi líffæri vilja Íslendingar ekki gefa – Fleiri karlar en konur hafna líffæragjöf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fleiri íslenskir karla en konur hafa alfarið hafnað líffæragjöf. Munurinn er þó ekki ýkja mikill en alls hafa 4.048 Íslendingar hafnað gjöfinni, 2018 karla og 1940 konur.

Í byrjun árs 2019 tóku gildi ný lög um líffæragjafir en þá voru allir landsmenn skráðir sem líffæragjafar og því þurftu þeir sem vilja ekki gefa líffæri að hafna því sérstaklega í gegnum Heilsuveru. Þar gefst einnig kostur á að velja hvaða líffæri viðkomandi vill gefa eða ekki gefa.

Vísir greinir frá því hvaða líffæri það eru sem Íslendingar vilja helst ekki gefa. Það eru fyrst og fremst þau líffæri sem finna mér fyrir ofan axlir.

„Hins vegar má segja að mikill meirihluti þeirra sem velur líffæragjöf að hluta vill ekki að líffæri fyrir ofan axlir séu nýtt. Algengt er að fólk tilgreini sérstaklega augu og varir í þessum efnum,“ segir í svörum landlæknisembættisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -