Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Þetta eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga: „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem birt var á vef Alþingis segir að meðallaun séu í engu samræmi við menntun og starfsreynslu þeirra. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun eru um 650 þúsund krónur. Þá sé meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga 45 ár. Í erindinu er vísað til spurningar sem kom fram á dögunum en spurt var hversu há laun væru nóg. Vísir fjallaði um málið í morgun.

„Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu en auk þess var bent á mikilvægi þess að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi stéttarinnar. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -