Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Þetta sagði faðir ríkislögreglustjóra hjá lögreglu:„Þið eruð raunverulega að segja að ég sé fáviti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af honum á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans.

„Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað,“ sagði Guðjón meðal annars í skýrslutökunni hjá lögreglunni. Stundin greinir frá.

Sjá einnig: Faðir Sigríðar selur byssur á netinu – Allsendis óvíst hvort hann tengist hryðjuverkamálinu

Mennirnir sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af öðrum mannana.

Öllu þessu hafnaði Guðjón í yfirheyrslu lögreglunnar og bauðst til að fara í lygapróf því til staðfestingar. „Já. Ef þú vilt þá skal ég fara í þarna ef þið hafið einhvers konar þarna lyga, lygapróf þá er það bara sjálfsagt. Ég hef aldrei átt þrívíddarprentað skotvopn. Ég hef aldrei séð það nema bara á myndum, í sjónvarpinu og aldrei handleikið það. Er þetta nógu skýrt?,“ spurði Guðjón lögregluna og bætti við:

Sjá einnig: Guðjón sagði útlendingum að hunskast heim til sín: „Það bara fauk í mig“

„Hversu gáfulegt heldur þú að það sé fyrir mig sem að, vopnasala og faðir ríkislögreglustjóra, að kaupa þrívíddaprent, þrívíddprentaða byssu og hafa hana hér eða hvar sem væri sem hún gæti fundist á mínum vegum. Hversu gáfulegt fyndist þér það vera? Þið eruð raunverulega að segja að ég sé fáviti. Það bara hlýtur að vera. Vegna þess að það dytti engum heilvita manni í hug að gera þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -