Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Þögn ríkir um látið íslenskt par á Spáni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúar á þessu ári greindi DV frá því að par á áttræðis- og sjötugsaldri hafi fundist látið í íbúð sinn í bænum Torrveieja á Spáni en parið hafði búið á Spáni í nokkur ár. Einum af ræðismönnum Íslands á Spáni var tilkynnt um andlátið af útfararstofu þann 10. janúar.

Samkvæmt heimildum DV fannst parið á sitthvorum staðnum í íbúð sinni. Mannlíf hafði samband við Utanríkisráðuneytið til að spyrjast fyrir hvort eitthvað meira væri vitað um málið núna tveimur mánuðum síðar.

„Utanríkisráðuneytið veit af umræddu máli, en veitir sem fyrr ekki frekari upplýsingar um einstök mál,“ sagði í svari ráðuneytisins. Þá reyndi Mannlíf að hafa samband við ræðismann Ísland á Spáni sem gerði íslenskum yfirvöldum viðvart um málið en fékk ekkert svar við þeirri fyrirspurn.

Um tíma var talið um gasaleka væri að ræða en það hefur ekki fengið staðfest. Ekki er vitað hvort málið var rannsakað af lögreglu sem sakamál eða ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -