Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þorpin eru að verða að verbúðum: „Mun fleiri karlmenn en konur hér fyrir vestan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Flestir af þessum erlenda starfsfólki hér áður var kvenfólk, og hlutfallslega voru konur þá mun færri en karlar, og margar af þessum konum sem komu vestur til að vinna í fiski fundu mann fyrir vestan og eignuðust börn og fjölskyldu fyrir vestan. Núna er þetta allt annað við fiskeldið, þar er vinnuaflið sem kemur mest karlmenn og það eru þegar mun fleiri karlmenn en konur hér fyrir vestan,“ sagði ónefndur Vestfirðingur á Facebooksíðu hjá Íslenska náttúruverndarsjóðsins.

Jón Kaldal félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum kastar ljósi á slæma byggðastefnu og vitnar í nýbirta skýrslu Hagstofunnar um íbúaþróun á svæðum þar þar sem sjókvíeldi á laxi er viðhaft. Rýnir hann þá helst í sunnanverða Vestfirði þar sem fjölskyldur og börn eru á undanhaldi sem íbúar og karlar orðnir hlutfallslega mikið fleiri en konur. Pistill Jóns birtist hjá Viðskiptablaðinu.

„Skýrsla Hagfræðistofnunar er skýr. Þau kjör sem bjóðast við störf við sjókvíaeldi á freista landsmanna ekki nóg til þess að þeir flytji þangað sem það er stundað. Þjóðin hefur fyrir löngu áttað sig á því að sjókvíaeldi er mengandi iðnaður sem skaðar villta laxastofna með erfðablöndun og fer hræðilega með eldisdýrin sín.

Stuðningur við iðnaðinn hefur hingað til helst byggst á meintu mikilvægi hans fyrir brothættar byggðir. Í skýrslu Hagfræðistofnunnar er greining á lykilþáttum á því meinta mikilvægi,“ ritar Jón Kaldal.

Húsnæðisverð hefur hækkað á svæðinu sem og annars staðar á landinu. Jafnframt bendi fækkun Íslendinga til þess að þeir hafi selt fasteignir sínar og farið.

„Það var fyrirfram gefin stærð að ný störf koma sér auðvitað vel þar sem atvinnuleysi hefur verið hátt. Hitt var ekki þekkt hversu mikið samsetning íbúa hefur breyst.
Störf í þessum skaðlega iðnaði hafa ekki snúið við brottflutningi íslenskra ríkisborgara. Að auka sjókvíaeldi enn meira mun ekki gera það heldur. Íslenskir ríkisborgarar hafa selt húsnæði sitt og farið. Fjölskyldum hefur fækkað en einhleypum körlum fjölgað. Vinnuaflið hefur verið sótt annað. Þorpin eru að verða að verbúðum. Þetta er ekki góð þróun.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -