Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Þorvaldur nýr formaður KSÍ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvaldur Örlygsson hefur verið kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands, með 51,72 prósent atkvæðum.

Kosið var til formanns á ársþingi KSÍ, sem enn stendur yfir. Samkvæmt frétt RÚV um málið er Þorvaldur Örlygsson hinn nýji formaður sambandsins en vitað var fyrir ársþingið að nýr formaður yrði kosinn því Vanda Sigurgeirsdóttir hafðu áður lýst því yfir að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þrír voru í framboði, Guðni Bergsson, Þorvaldur Örlygsson og Vignir Már Þormóðsson. Formaður sambandsins þarf að hafa meirihluta atkvæða á bak við sig á ársþingi en engum þeirra tókst það í fyrri umferð. Guðni fékk 20.83%, Vignir Már 40.97% og Þorvaldur 38.19%.

Þurfti því að kjósa aftur á milli tveggja efstu frambjóðendanna, Vignis og Þorvalds en þá fékk Þorvaldur 51,72 prósent atkvæða og Vignir 48,28 prósetn.

Fram kemur í frétt RÚV að Þorvaldur hafi talað um það í ræðu sinni að KSÍ ætti ekki að snúast um flugpunktasöfnun og fundarsetu erlendis. Einnig fór hann yfir reynslu sína af knattspyrnuheiminum hingað til en hann hefur gríðarlega víðtæka reynslu sem atvinnumaður, landsliðsmaður, þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -