Mánudagur 17. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Tímamót á Íslandi – Síðasta vídeóleigan lokar: „Þökkum innilega fyrir okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil tímamót verða um næstu mánaðarmót en þá lokar síðasta vídeóleigan á Íslandi sem er í fullum rekstri.

Reynir Maríuson, eigandi Aðalvideoleigunnar skrifaði tilkynningu á Facebook í gær þar sem hann tilkynnir að leigan hans muni loka um næstu mánaðarmót. Segist hann hafa uppsafnað tap frá síðustu tveimur árum á herðunum og því biðlar hann til fólk að koma á Aðalvideoleiguna á Klapparstígnum og kaupa myndir eða „gefa eitthvað smáræði“ í lokunarsjóðinn. Færsluna má sjá hér að neðan:

„Jæja elsku bestu viðskiptavinir til margra ára og allir aðrir til sjávar og sveita. Nú er komið að þessu…Aðalvideoleigan…Síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri á íslandi er loka núna um næstu mánaðarmót.

Frá og með morgundeginum 10 mars verður ótrúlegt úrval titla á dvd til sölu, frá öllum heimshornum og allar gerðir af kvikmyndum. Gerið mér nú síðasta greiðan dreifið þessari tilkynningu og komið til að hjálpa mér að loka, svo að ég komist frá uppsöfnuðu tapi síðustu tveggja ára, svona eins vel og hægt er.
Það gerir maður/kona með því að koma og kaupa myndir eða gefa eitthvað smáræði í lokunarsjóðinn. Söfnunarkrukkan verður á borðinu og fyrir þá sem vilja millifæra þá er það. (Aðalfélagið 570914 0490 – 0301-26-004907)
Þessir aurar munu koma hundraðfalt til baka
Þökkum innilega fyrir okkur.
Aðalvideoleigan
Klapparstíg 37
fös-lau 18:00 til 23:30
Verið velkomin

Aðal-Reynir“

Uppfært:

Þess má þó geta að Trausti Reykdal rekur ennþá vídeóleigu á Eskifirði en munurinn á Aðalvideoleigunni og verslun Trausta er sú að einungis er boðið upp á dvd-myndir á Aðalvideoleigunni á meðan Trausti býður upp á fleira, til að mynda snus-tóbak.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Trausti rekur eina af síðustu videoleigunum: „Eitthvað hef ég verið að gera rétt allan þennan tíma“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -