Mánudagur 22. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Trausti rekur eina af síðustu videoleigunum: „Eitthvað hef ég verið að gera rétt allan þennan tíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá árinu 1980 hefur Trausti Reykdal rekið videoleigu á Eskifirði en það var fyrsta leigan á Austurlandi. Og enn stendur leigan opin.

Trausti býður ekki aðeins spólur og DVD-diska til leigu heldur er einnig hægt að fá ýmsar gjafavörur og tóbaksvörur í versluninni.

„Það er eiginlega ekki spurning að ef ekki hefði komið til tóbaksvörur eins og veipið, þá væri ég þegar búinn að loka búðinni,“ segir eigandi líklega allra síðustu vídeóleigu á landinu öllu; Trausti Reykdal á Eskifirði í viðtali í nýjasta tölublaði Austurgluggans. „Það er enn fólk sem kemur og leigir sér spólu eða disk, en auðvitað er það tiltölulega fámennur hópur,” bætir hann við.

Leigan hans Trausta stendur við aðalgötu bæjarins og merkt með skilti sem á stendur Videoleiga Eskifjarðar en sú merking trekkir að. „Það munaði nú litlu á að skiltið hefði verið fjarlægt hér síðastliðið sumar þegar hér var farið í endurbætur á þaki hússins. Svo náðist það einfaldlega ekki vegna þess að það er einungis hægt ef engin er bleyta eða úrkoma. Annars veit ég til þess að skiltið trekkir að fólk sem ekki þekkir til, þannig að kannski er betra að hafa það bara uppi áfram,” segir Trausti í viðtalinu.

Samhliða verslunarrekstrinum starfar Trausti sem hárskeri og hefur gert það um árabil. Á hann þó nokkuð stóran hóp viðskiptavina sem mætt hafa í klippingu til hans um áratugaskeið. „Þar á ég góðan hóp sem kemur til mín og sumir hafa gert það árum og áratugum saman. Þar sömuleiðis er fólk að gera sér töluverðar ferðir til að koma til mín svo eitthvað hef ég verið að gera rétt allan þennan tíma.“

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -