Föstudagur 17. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Tíu prósent vistmanna Verndar brjóta reglur heimilisins: „Eru með margþættan vanda að stríða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá gerði sérsveit ríkislögreglustjóra áhlaup á áfangaheimilið Vernd um helgina í leit að vistmanni sem er grunaður um líkamsárás en mikill viðbúnaður lögreglu vakti athygli nágranna Verndar. Einn maður var handtekinn í þessari aðgerð sérsveitarinnar en 16 manns dvelja á Vernd í dag.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóra Verndar, til að forvitnast um hvaða áhrif þessi handtaka muni hafi á vist mannsins og hvort hann þurfi að yfirgefa Vernd.

„Það þarf ekki að enda þannig,“ sagði Þráinn í svari sínu um málið. „Almenn réttindi þeirra sem vistast utan fangelsa til dæmis á Vernd eða við aðrar aðstæður, rafrænt eftirlit, samfélagsþjónustu og svo framvegis eru með sama hætti og almennt gerist (réttarstaða þeirra sem eru í fullnustu). Ekki er nóg að um grun um brot gegn hegningarlögum sé að ræða,“ en tók fram að aðrir hlutir gætu haft áhrif eins og ef einstaklingurinn hafi verið undir áhrifum vímuefna þegar hann var handtekinn.

En hversu margir vistmanna brjóta reglur Verndar á meðan vist stendur?

„Ætla má að skilyrði fyrir vistun á Vernd sé brotin hjá um 10% þeirra sem koma og vistast á Vernd að meðaltali á ári,“ sagði Þráinn. „Það er í algerum undantekningum þar sem það er vegna hegningarlagabrota. Flestir sem eru vistaðir í fangelsi að nýju 
hafa brotið reglur þar sem þeir hafa mælst undir áhrifum vímuefna, Það má ætla að 95% þeirra sem í fangelsi fara eigi við vímuefnavanda að stríða en þó mismunandi mikinn vanda. Þá hefur einnig orðið fjölgun á vanda einstaklinga sem eru með margþættan vanda vímuefna/geðrænan vanda að stríða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -